Sama efni.

1En þú, vor Guð! ert góður og sannorður, þolinmóður og stýrir öllu með miskunnsemi.2Því þótt vér syndgum, erum vér þó þínir, því vér þekkjum þitt veldi; en vér viljum ekki syndga, þar eð vér vitum að vér erum reiknaðir þér (tilheyrandi).3Því að þekkja þig er fullkomið réttlæti, og að vita af þínu veldi, er rót ódauðlegleikans.
4Því ekki leiddi oss afvega uppáfinning illrar manna konstar, né málarans gagnlausa verk, bílæti málað ýmsum litum,5hvörs sjón verður dárum að brigsli, þá þeir fá löngun til líflausrar myndar þess dauða bílætis.6Vinir hins vonda eru og maklegir fyrir slíka von, svo þeir sem gjöra (bílætin), sem þeir eð hafa lyst til þeirra og heiðra þau.7Leirpottasmiðurinn hnoðar með áreynslu þá mjúku jörð, og myndar hvaðeina til vorrar brúkunar, en úr þeim sama leir myndar hann bæði ílát til hreinnar brúkunar og til gagnstæðrar, öll á sama hátt, og hvar til sérhvört af þeim skal brúkast, þá ákveður leirsmiðurinn;8og illa þraut á sig leggjandi, býr hann til einkisverðan guð úr sama leir, hann sem fyrir skömmu uppkom af jörðunni, fer þangað fljótt aftur, hvaðan hann var tekinn, þegar lán sálarinnar verður aftur af honum heimtað.9En hans umhugsan er ekki sú, að hann á þraut í vændum, og að hans líf er stutt, heldur keppist hann við gullsmiðinn og silfursteyparann, sælir eftir eirsmiðnum, og heldur það frægð, að hann myndar tál.10Hans hjarta er sem aska, hans von ríkri en jörð (mold) og hans líf fyrirlitlegra en leir.11Því hann þekkir ei þann sem hefir myndað hann, sem andaði í hann framkvæmdasamri sál og blés í hann lífsins anda.12En þeir reikna vort líf gaman, og lifnaðinn ábatasama kaupstefnu, menn verða, segja þeir, hvaðan sem helst, jafnvel af illu, að leita hagræðis.13Þvílíkur einn (bílætasmiður) veit öllum fremur, að hann syndgar, þegar hann tilbýr brothætt ker og bílæti af jarðarleir.
14En mestu dárar eru, og vesælli en barnssálir, óvinir þíns fólks sem það undiroka.15Því öll goð þjóðanna halda þeir séu guðir, sem þó hvörki brúka sín augu til að sjá, né nasir til að draga að sér loftið, né eyru til að heyra, né fingur handanna til að þreifa, og hvörra fætur eru ónýtir til að ganga.16Því maður hefir þau gjört, og hinn sami sem hefir fengið andardráttinn til láns af öðrum, hefir þau myndað. Enginn maður getur myndað nokkurn guð, sem sé honum (Guði) líkur.17Sjálfur dauðlegur myndar hann dautt með syndugum höndum. Hann sjálfur er betri en það sem hann heiðrar, því hann lifir, en hitt aldrei.18En líka eru dýrkuð þau viðbjóðslegustu dýr; því að skynleysi eru þau eftir tiltölu lakari en önnur.19Ekki eru þau heldur fríðari en önnur dýr, svo menn gætu haft yndi af þeim, framar en hinum; en þau eru og fjarlæg Guðs lofi og blessan.