Fátæk Gyðingastúlka, að nafni Ester, föður og móðurlaus, verður drottning í staðinn fyrir Vasti.

1Eftir að þetta var skeð, og Assverus konungi var runnin reiðin, þá minntist hann Vasti, bæði hvað hún gjört hafði og líka hvör dómur hafði yfir hana gengið.2Þá sögðu kóngsins þénarar, er honum þjónuðu: leiti menn eftir ungum stúlkum, fríðum, handa konunginum,3og setji konungurinn til menn um öll lönd ríkis síns, sem samansafni öllum ungum vænum meyjum á slotið Súsan, í kvennastofuna, undir umsjá herbergissveins kóngsins, Hegai, sem gæti kvennanna, og gefi hann þeim skart þeirra a).4Og hvör sú mey, sem konunginum þóknast, verði drottning í stað Vasti. Þetta féll konunginum vel í geð og hann gjörði svo.5En á slotinu Súsan var maður nokkur af Gyðingafólki, er hét Mardokeus, sonur Jairs, sonar Símeí, sonar Kís, Benjamíníti,6sem fluttur hafði verið frá Jerúsalem, þá Júdakóngur Jekónía var hertekinn, sá sem Nabógódónósor kóngur flutti til Babel;7og hann var fóstri Hadassa, sem er sama og Ester, dóttur föðurbróður síns, því hún var föður- og móðurlaus, og bæði falleg og væn stúlka; og þá faðir hennar og móðir önduðust, þá tók Mardokeus hana í dóttur stað.8Þá þetta boð og skipan konungsins var auglýst, og safnað saman mörgum ungum meyjum á slotið Súsan, undir varðveislu Hegai, þá var Ester og tekin til konungshússins, undir varðveislu Hegai, kvennavaktara.9Og sú unga stúlka geðjaðist honum og hún fann náð í hans augum, því flýtti hann sér með hennar hreinsanir, og með það að gefa henni hennar hluta, og hann fékk henni sjö fríðar ungmeyjar úr konungshúsinu og valdi henni og þernum hennar þann besta stað í kvennasalnum.10Ester sagði ekki frá fólki sínu eða ætt sinni, því Mardokeus hafði sagt henni, að opinbera það engum.11Og Mardokeus gekk daglega í fordyr kvennabúrsins, til að frétta hvört Ester (liði) vel, og hvað um hana yrði.12Og þá röðin kom að hvörri stúlku, að hún gengi fyrir Assverus kóng, að liðnum tólf mánuðum eftir kvennalögunum; því svo langan tíma útheimtu þeirra hreinsanir, nefnilega: sex mánuði með balsami og myrru, og aðra sex mánuði með dýrðlegum smyrslum, og (öðru), sem viðvék kvennahreinsunum,13þá gekk meyjan fyrir konunginn; allt sem hún bað um, var henni fengið, að það gengi með henni frá kvennabúrinu til konungshallarinnar.14Um kvöldið gekk sú sama inn og að morgni fór hún frá honum aftur inn í annað kvennabúr undir varðveislu Saasgasar, hvör eð var herbergissveinn konungs, og sem geymdi frillanna; og þessi (mey) mátti ei aftur koma til kóngsins nema konunginum þóknaðist, og léti kalla á hana með nafni.15Og þá röðin kom að Ester dóttir Abihails föðurbróðurs Mardokeus, sem hann hafði tekið sér í dóttur stað, að hún gengi fyrir konunginn, þá bað hún einkis, nema þess, sem Hegai herbergissveinn konungs og kvennavaktari sagði; og Ester fann náð, hjá öllum er hana sáu,16og Ester var tekin handa Assverus kóngi inn í hans konunglega hús, í tíunda mánuði er kallast tebet, á sjöunda ári hans ríkisstjórnar.17Og konungurinn elskaði Ester meir en allar kvinnur, og hún fann náð og miskunn hjá honum fremur öllum ungum meyjum, og hann setti á höfuð henni þá kónglegu kórónu, og gjörði hana að drottningu í stað Vasti;18og konungurinn gjörði öllum höfðingjum sínum og þénurum stórt gestaboð, Esters gestaboð, og gaf löndunum hvíld, og útbýtti konunglegum gáfum a).19Og þá ungmeyjunum var í annað sinn samansafnað, sat Mardokeus í konungsportinu.20Ester hafði enn ei getið um ætt sína, né sitt fólk, því Mardokeus hafði svo boðið henni; og Ester breytti eftir orðum hans eins og þá hún var í fóstri hans.
21En á sama tíma, sem Mardokeus sat í kóngsportinu, þá urðu tveir herbergissveinar kóngsins, Bigtan og Teres, meðal þeirra, sem geymdu dyranna, reiðir, og ásettu sér að leggja hönd á Assverus kóng.22Þessa varð Mardokeus áskynja, og kunngjörði (það) Ester drottningu, en Ester sagði konungi frá í nafni Mardokeus.23Og þá þetta var rannsakað, fannst það satt að vera, og þeir voru báðir hengdir á tré, og þetta var ritað í minnisbók, konungi ásjáanda.

V. 4. a. Eiginl: það sem þarf til þeirra hreinsunar, hebr: gefi þeirra hreinsanir. V. 18. a. Hebr. eftir kóngsins hönd.