Hóseas talar um umvendun Gyðinga, hvörsu óeinlæg og staðfestulaus hún sé.

1„Komið (munu þeir segja), látum oss aftur hverfa til Drottins! Hann hefir sundurslitið oss, hann skal og græða oss; hann hefir slegið oss, hann skal og binda um vor sár;2hann skal lífga oss á tveggja daga fresti, og reisa oss upp á þriðja degi, svo vér skulum standa lifandi frammi fyrir honum.3Látum oss kannast við þetta! látum oss kosta kapps um að þekkja Drottin! Sannarlega mun hann upprenna, sem morgunroði, og til vor koma, sem regnskúr, eins og vordögg, er vökvar jörðina“.4Hvað skal eg við þig gjöra, þú Efraimsætt? Hvað skal eg gjöra við yður, þér Júdaríkismenn? Yðar hollusta er sem morgunský, eins og dögg, sem snögglega hverfur.5Þess vegna vó eg að þeim fyrir hönd spámannanna, og banaði þeim með atkvæðum míns munns; hvað þú hefir til unnið (Ísraelsríki!), það skal í ljós koma.6Því á miskunnsemi hefi eg þóknun, en ekki á slátursfórn, og guðrækni met eg meir en brennifórnir.7En þeir rjúfa sáttmálan, eins og Adam; hér í eru þeir mér ótrúir.8Gíleað er glæpamannabústaður, fullur af blóðferlum.9Kennimannastéttin er eins og ræningjasveit, sem gjörir mönnum fyrirsátur: þeir myrða menn á veginum til Sikems, því þeir svífast engra illverka.10Mér ofbýður að horfa á þær ódáðir, sem fram fara í Ísraelsríki: þar fremur Efraimsætt saurlifnað, og Ísraelsmenn eru flekkaðir.11Einnig þér, Júdaríki, er uppskera búin.

V. 5. Vó eg að þeim, þ. e. eg lét spámennina kunngjöra þeim reiði mína. V. 8. Gíleað, borg og land fyrir handan Jórdan. V. 9. Sikem, griðastaður, Jós. 21, 21. V. 11. Uppskera, þ. e. endurgjald illverka þinna.