1.) Hemor biðlar til Dínu. 2.) Synir Jakobs eyðileggja Sikem með svikum.

11.) Og Dina dóttir Leu, er hún hafði fætt Jakob, gekk út að sjá landsins dætur.2Þá sá Sikem hana, sonur Hemors, Hevita, landsins höfðingja, og hann tók hana, og lagðist með henni og spjallaði hana.3Og hans hjarta hékk við Dinu Jakobsdóttur, og hann elskaði stúlkuna og huggaði hana.4Og Sikem kom að máli við föður sinn Hemor og mælti: taktu mér þessa stúlku fyrir konu!5Og Jakob frétti að hans dóttir Dina var ósæmd, en synir hans voru með hjarðir sínar út í högum, og Jakob var hljóður um þetta þangað til þeir komu.6Þá gekk Hemor, faðir Sikems, út til Jakobs, til að tala við hann.7Og synir Jakobs komu heim af mörkinni; þegar þeir heyrðu þetta, styggðust mennirnir og urðu mjög reiðir, því hann (Sikem) hafði aðhafst vonskuverk móti Ísrael, með því að leggjast með dóttur Jakobs, því það átti ekki að vera.8Þá talaði Hemor við þá og mælti: Hjarta Sikems, sonar míns, elskar innilega yðar dóttur, gefið honum hana, eg bið yður, fyrir konu.9Gjörið mægðir við oss, gefið oss yðar dætur, og takið yður vorar dætur,10og búið hjá oss, landið skal vera yður opið, búið þar, hafið yðar sýslanir, og eignist í því staðfestu.11Og Sikem talaði við föður hennar og bræður hennar og mælti: látið mig finna náð í yðar augum, og eg skal gefa það sem þér segið mér.12Heimtið af mér mikið, sem verð hennar og gáfu, og eg skal láta það af hendi eins og þér segið mér! en gefið mér stúlkuna fyrir konu!13Jakobs synir svöruðu þeim Sikem og föður hans Hemor með undirhyggju og höfðu brögð við, af því hann hafði ósæmt Dinu þeirra systur.14Ekki getum vér gjört þetta, gefið systur vora óumskornum manni; því oss væri það skömm.15Einasta með því skilyrði viljum vér gjöra yður til vilja, að þér verðið eins og vér, með því að umskera allt karlkyns hjá yður.16Vér skulum þá gefa yður vorar dætur og taka oss yðar dætur, og búa hjá yður, og verða að einni þjóð;17en ef þér hlýðnist oss ekki í þessu, að umskerast, þá tökum vér vora dóttur og förum burt.
18Og þetta tal líkaði Hemor og Sikem syni Hemors.19Og sá ungi maður frestaði ekki að gjöra það sem áskilið var, því hann elskaði dóttur Jakobs, en hann var haldinn allra ágætasti maður í föður síns húsi.20Og Hemor og Sikem sonur hans komu í borgarhliðið, og töluðu við menn staðarins og sögðu:21Þessir menn eru friðsamir við oss, þeir mega búa í landinu og hafa í því alla hentisemi, sjáið! landið er nógu rúmgott handa þeim á breidd og lengd; vér munum taka þeirra dætur oss fyrir konur, og vorar dætur viljum vér gefa þeim!22En því aðeins vilja mennirnir vingast við oss, og búa vor á meðal, og verða að einni þjóð með oss, að vér látum allt karlkyn meðal vor umskerast, eins og þeir eru umskornir.23Þeirra hjarðir og þeirra fjárhlutir og þeirra fénaður, mun ei allt það verða vort? látum oss aðeins vingast við þá, að þeir búi hjá oss!24Og þeir hlýðnuðust Hemor og hans syni Sikem, allir sem útgengu um hlið hans staðar, og létu sig umskera, allt karlkyn, þeir sem útgengu um hlið hans staðar.
252.) Og það skeði á þriðja degi, þegar þeim var sem viðkvæmast, þá tóku þeir synir Jakobs, Simeon og Levi, bræður Dinu, hver sitt sverð, og yfirféllu staðinn djarflega og drápu þar allt karlkyn.26Þeir drápu líka Hemor og son hans Sikem með sverðseggjum, og tóku Dinu úr húsi Sikems, og fóru svo.27En synir Jakobs yfirféllu þá sem drepnir höfðu verið, og rændu staðinn, af því þeir höfðu gjört ósæmd systir þeirra.28Og þeir tóku þeirra sauði og þeirra naut og þeirra asna og allt sem í staðnum var og í högunum;29og alla þeirra fjárhluti; og öll þeirra börn, og þeirra konur tóku þeir sem herfang, og allt sem var í húsunum.30Og Jakob sagði við Simeon og Levi: þið hafið stofnað mér til ólukku, með því að gjöra mig óþokkaðan við landsmennina, við Kananita og Ferisita; eg er liðfár og þeir munu samansafnast móti mér og drepa mig, og eg verð afmáður, eg og mitt hús.31Og þeir svöruðu: átti hann þá að fara með systur okkar eins og með skækju?