Niðurlag bréfsins.

1Hvað viðvíkur yðar ölmusu safni handa enum kristnu, þá hegðið yður þar í eins og eg hefi boðið söfnuðinum í Galatíu.2Hvör yðar leggi afsíðis heima hjá sér á fyrsta degi vikunnar og geymi í einum sjóð, eftir sem útvegur hans hefir heppnast, svo að safnið þá ekki þurfi fyrst að ske, þegar eg kem.3En þegar eg kem, mun eg senda þá, sem þér álítið hæfa, með gáfu yðar til Jerúsalem og skrifa með þeim;4og ef eg finn það ómaksvert að eg sjálfur fari, þá læt eg þá fara með mér.5Eg mun koma til yðar þegar eg fer um Makedonía (því um hana fer eg) og dvel kannske hjá yður,6jafnvel verð fyrir vetrarlangt; þér getið þá leiðbeint mér hvört sem eg fer.7Nú vil eg ekki koma við hjá yður, en eg vona, ef Guð lofar, að dvelja nokkra stund hjá yður.8Allt til hvítasunnu verð eg kyrr í Efesus,9því mér hefir þar mikið og kröftugt tækifæri gefist, þó mótstöðumennirnir séu margir.
10Ef Tímóteus skyldi koma til yðar, þá sjáið svo til, að hann geti óttalaust hjá yður verið, því að hann vinnur að Drottins verki eins og eg.11Enginn forsmái hann, greiðið heldur ferð hans með friði, svo að hann komist til mín, því eg vænti hans með Bræðrunum.12Bróður Apolló hefi eg mikillega beðið að hann fylgdist með bræðrunum til yðar, en hann vill ómögulega fara nú strax, en mun koma þegar hann fær hentugleika þar til.13Vakið, haldið fast við trúna, sýnið yður karlmannlega og kröftuga,14auðsýnið kærleika í öllu.
15Enn þá verð eg að biðja yður eins, bræður! þér vitið að Stefáns heimilisfólk var frumgróði Akkaju og hefir helgað sig þjónustu kristinna;16sýnið þvílíkum undirgefni og öllum þeim, sem eru tilhjálpandi og vinna þar að.17Eg gleðst við Stefáns, Fortúnatí og Akkaísí nærveru; þeir hafa bætt mér yðar söknuð; þeir hafa bæði glatt mig og yður.18Hafið mætur á slíkum mönnum.
19Yður heilsa söfnuðirnir í Asíu. Akvílas og Priskilla biðja mikillega að heilsa yður í Drottni, ásamt söfnuði þeim, sem samankemur í þeirra húsi.20Allir bræðurnir heilsa yður. Berið þessa kveðju hvör til annars með heilögum kossi.
21Kveðjan er skrifuð með minni eigin hendi.22Ef nokkur er sá, sem ekki elskar Drottin Jesúm Krist, sá sé bölvaður! Drottinn kemur.23Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður!24minn kærleiki sé með yður öllum í J e s ú K r i s t i, Amen!

V. 1. 2 Kor. 8,4. sbr. við Post. g. b. 11,29. V. 5. Postgb. 19,21. 2 Kor. 1,16. V. 6. Róm. 15,24. V. 9. Post. gb. 18,27. 19,1–5.10.20.28.34. V. 10. Fil. 2,19.20. V. 11. Post. g. b. 19,22. V. 12. Kap. 3,4–6. Post. g. b. 18,24. 19,1. V. 13. Kap. 15,34. Efes. 6,10. ff. Kól. 1,11. V. 15. Kor. 1,16. sbr. Róm. 16,1–5. v. 21. 2 Tess. 3,17. Kól. 4,18.