Elskhuginn finnur sína unnustu í víngarðinum

1Eg er Sarons blómstur, lilja í dalnum.“2Eins og lilja meðal þyrna, svo er mín vinkona, meðal dætranna.3„Eins og apaldur (eplatré) meðal trjánna, svo er minn vinur meðal sonanna. Í hans skugga langar mig til að sitja, og hans ávöxtur er sætur mínum góm.4Hann leiddi mig í vínhúsið, og hans merki yfir mér er elskan.5Endurnærið mig með rúsínukökum, hressið mig með eplum! því eg er veik af elsku.6Hans vinstri (sé) undir mínu höfði, og hans hægri umfaðmi mig.“7Eg særi yður, Jerúsalemsdætur! við rádýrin og hindurnar á mörkinni: vekið ekki, vekið ekki mína unnustu, fyrr en henni þóknast!
8Þetta er raust vinar míns! sjá! hann kemur hlaupandi yfir fjöllin, stökkvandi yfir hæðirnar.9Minn vinur er líkur rádýri, eða hindarkálfi. Sjá! hann stendur við vorn vegg, horfir inn um gluggann, gægist í gegnum grindurnar.10Minn vinur tekur til orða, og segir við mig: „upp mín unnusta! mín fríða og kom!11Því sjá! veturinn er liðinn, regnið er úti, farið;12blómsturin sýna sig á völlunum; söngtíðin (vorið) er komin, og turtildúfunnar raust heyrist á vorum völlum;13fíkjutréð kryddar sína ávexti, og vínþrúgurnar ilma í sínum blóma. Upp, mín vinkona, mín fríða, og kom!14Mín dúfa í klettaskorunni, í fjallsins fylgsnum, lát mig sjá þitt skapnaðarlag, lát mig heyra þína raust! Því þín raust er sæt, og þinn skapnaður lystilegur.“
15Náið fyrir oss refunum, yrðlingunum sem skemma víngarðana! því vor víngarður er í blóma.16Minn vinur er minn og eg er hans; hann beitir (hjörðinni) meðal liljanna.17Þangað til dagurinn kólnar, og skuggarnir líða burt, kom þá aftur; vertu, minn vinur, líkur rádýri eður hindarkálfi á þeim giljóttu fjöllum.