Daríus gefur leyfi til áframhalds byggingarinnar. Musterið er vígt.

1Síðan útgaf Daríus kóngur skipan, að leitað væri í ritasafni því, sem lagt hafði verið til geymslu þar sem fjárhirslan er í Babylon.2Og fundu menn í Ekbatana b), kóngssetrinu í skattlandinu Medíu, handrit, og stóð þar í þessi minnisgrein rituð:3á fyrsta ári Sýrusar kóngs útgaf Sýrus þá skipan: hús Drottins í Jerúsalem skal uppbyggjast til musteris, sem sá staður, hvar fórnfæringar skulu tíðkast og háir grundvellir (gjörast), hæðin sé 60 álnir og breiddin sextíu álnir.4Þrjú lög af stórum steinum og eitt lag af tré, og skal kostnaðurinn takast frá kóngsins húsi.5Líka skulu þau ker í Guðs húsi, sem eru úr gulli og silfri, sem Nebúkadnesar flutti úr musterinu í Jerúsalem til musterisins í Babylon, skilast aftur og flytjast til musterisins, sem er í Jerúsalem, til síns fyrri staðar og færast í Guðs hús.6Þess vegna skuluð þér Tatnai landshöfðingi hinumegin fljótsins, Star-Bosnai og yðar embættisbræður frá Afarsaka, sem að eru hinumegin fljótsins, nú halda yður þar frá.7Skuluð þér láta menn (í friði) vinna að þessu Guðs húsi, yfirmenn Gyðinganna og öldungar þeirra, mega byggja hús Drottins á sínum fyrri stað.8Því næst gjöri eg þá skipan viðvíkjandi þeirri aðstoð er yður ber að veita öldungum Gyðinganna til byggingar þessa Guðs húss af eignum kóngsins, nefnilega tekjum af landinu hinumegin (fljótsins) skal kostnaðurinn tafarlaust takast handa mönnunum til þessa, svo verkið ekki dragist.9Og hvað meðþarf, naut, hrúta og lömb til brennifórna handa himinsins Herra, hveiti, salt, vín og viðsmjör, eftir fyrirsögn prestanna í Jerúsalem, það skal látast þeim í té dag eftir dag án tafar,10svo að Drottni himinsins verði frambornar fórnir til sætleiks ilms og beðið verði fyrir lífi kóngsins og sona hans.11Sömuleiðis hefi eg boðið, að ef sá er nokkur sem breytir á móti þessari skipun, þá skuli bjálki takast úr húsi hans, reisast upp, og hann krossfestast a) á honum og hús hans þess vegna verða að moldarrúst.12En sá Guð sem þar býr, hann fyrirfari sérhvörjum þeim kóngi og þjóð, sem útréttir hönd sína til að breyta þessu eður rífa, niðurbrjóta þetta Guðs hús í Jerúsalem; eg Daríus hefi gefið þetta boðorð: að menn kostgæfilega fullnægi því.
13Tatnai landshöfðingi hinumegin fljótsins og Star-Bosnai og þeirra félagar hlýddu þessu kostgæfilega, vegna þessa boðskapar Daríusar kóngs.14Og öldungar Gyðinganna héldu áfram byggingunni og fékk það góðan framgang eftir spádómi spámannsins Haggais og Sakaraisar Iddossonar og byggðu þeir og luku byggingunni eftir boði Guðs Ísraels, og eftir skipan Sýrusar og Daríusar og Artaxerxis Persakonunga.15Og var húsi þessu lokið á þriðja degi í mánuðinum adar b) á sjötta ríkisstjórnarári Dariusar kóngs,16og héldu Ísraelsmenn, prestarnir og Levítarnir og hinir aðrir af þeim herleiddu, vígslu hátíð þessa Guðs húss, með fögnuði.17Og frambáru sem vígslufórn þessa Guðs húss, hundrað naut, tvö hundruð hrúta, fjögur hundruð lömb, og 12 geithafra, sem syndafórn fyrir alla Ísraelsmenn, eftir Ísraels ættkvísla tölu.18Og tilsettu presta eftir ákveðinni röð og Levíta eftir ákveðinni röð til guðsþjónustunnar í Jerúsalem eftir fyrirsögn Mósisbókar c).
19Þeir sem úr herleiðingunni voru komnir héldu páska á fjórtánda degi í fyrsta mánuðinum.20Því að prestarnir og Levítarnir, hvör og einn þeirra, hafði hreinsað sig, svo þeir voru allir hreinir og þeir slátruðu páskalambinu fyrir alla þá, sem í útlegðinni höfðu verið, fyrir bræður þeirra, prestana, og fyrir sig.21Síðan neyttu Ísraelsmenn sem úr útlegðinni voru komnir og allir sem höfðu aðskilið sig frá þeim óhreinu þjóðum landsins á meðal þeirra, til að leita Drottins, Ísraels Guðs.22Síðan héldu þeir í sjö daga hátíð enna ósýrðu brauða með fögnuði, því Guð hafði glatt þá og sneri hjarta Assýríukonungs til þeirra, til að styrkja höndur þeirra við byggingu Guðs húss, Guðs Ísraels.

V. 2. b. Höfuðborgin í gömlu Medíu, og sumaraðsetur persisku kónganna. V. 11. a. Krossfesting var og tíðkuð hjá Persum. V. 15. b. Gyðingarnir reiknuðu mánuðina eftir tunglkomum, þannig byrjaði mánuðurinn adar á nýju tungli í martió og endaði á nýju tungli í aprilis. V. 18. c. 4 Mós. 3,6.