Bóas ektar Rut.

1En Bóas gekk upp í portið og settist þar, og sjá! innlausnarmaðurinn gekk framhjá sem Bóas hafði talað um, og hann mælti: kom þú hingað og set þig hér, minn vin! og hann kom og settist niður.2Og Bóas tók tíu menn af öldungum staðarins, og mælti: setjið yður hér! og þeir settu sig.3Og hann mælti við innlausnarmanninn: þann akur sem bróðir okkar Elímelek átti, selur Noomi, sem komin er heim aftur úr Móabslandi,4og eg hugsaði: eg vil þér það kunngjöra og segja: kaup þú hann með vitund innbyggjaranna og öldunga míns fólks, viljir þú innleysa hann svo innleystu, og viljir þú það ekki, þá segðu mér, svo eg viti það, því enginn er til innlausnar nema þú, og eg kem eftir þig.5Og hann mælti: eg vil innleysa, og Bóas sagði: ef þú kaupir akurinn af Noomis hendi, svo kaupir þú og Rut, þá móabítisku, konu hins framliðna, og til þess að uppvekja nafn hins framliðna á hans eign a).6Og innlausnarmaðurinn mælti: eg get ekki innleyst fyrir mig, svo að eg spilli ekki minni eign. Leystu inn það sem eg skyldi innleysa, því eg get ekki.
7En það var fyrrum siður í Ísrael við brigðir og viðskipti, til þess að staðfesta þar með alla samninga, að annar tók af sér skóinn og fékk hinum. Og þetta var siður b) í Ísrael.8Og svo mælti innlausnarmaðurinn við Bóas: kaup þú handa þér! og tók af sér skóinn.9Og Bóas sagði til öldunganna og til alls fólksins: verið þér vottar í dag að eg hefi keypt allt sem þeir Elímelek, Kilion og Malon áttu af Noomis hendi;10og líka Rut, þá móabítisku, konu Malons, hefi eg keypt, mér fyrir konu, til þess að koma upp nafni hins framliðna á hans eign, svo að nafn þess framliðna verði ei upprætt frá hans bræðrum og úr porti hans staðar c). Vitni séuð þér í dag.11Og allt fólkið sem var í portinu d), og öldungarnir sögðu, vitni erum vær! Drottinn gjöri þá konu sem kemur í þitt hús, eins og Rakel og Leu, sem báðar hafa uppbyggt Ísraels hús e) og afla þú auðs í Efrata og útvega þér nafn í Betlehem.12Og þitt hús verði sem Peres hús sem Tamar fæddi Júda f), af því afkvæmi sem Drottinn mun gefa þér af þessari konu!
13Og svo tók Bóas Rut, og hún varð hans kona, og hann bjó með henni og Drottinn lét hana verða þungaða og hún fæddi son.14Þá sögðu konurnar við Noomi: lofaður sé Drottinn, sem ekki hefir látið þér bregðast innlausnarmann í dag, og hans nafn sé vegsamað í Ísrael!15Hann mun verða þér endurnæring þinnar sálar og þín elli stoð, því þín tengdadóttir sem elskar þig, hefir hann borið, hún sem er þér betri en sjö synir.16Og Noomi tók barnið og lagði það sér á brjóst og varð þess fóstra.17Og nábúa konurnar gáfu honum nafn og sögðu: sonur er fæddur Noomi, og þær nefndu hann Obed. Sá sami er faðir Ísai föður Davíðs.18Þetta er ættleggur Peres: Peres gat Hesron,19og Hesron gat Ram og Ram gat Amminadab,20og Amminadab gat Nahesson, og Nahesson gat Salmon,21og Salmon gat Bóas og Bóas gat Obed,22og Obed gat Ísaí; og Ísaí gat Davíð.

V. 5. a) Devt. 25,5.6. V. 7. b) Eða lagavenja aðr: vitnisburður sbr. Devt, 25,9. V. 10. c) aðr. úr hans staðar þingi. V. 11. d) á þinginu e) Gen 29,32. 30,23 etc. þ. e. æxluðu Ísraels ættir. V. 12. f) Gen 38,6. fl.