Dæmisaga um verkamennina í víngarðinum; Jesús fyrirsegir sína pínu; ávítar sonu Sebedeusar; læknar tvo blinda við Jeríkó.

1Því að Guðs ríki er líkt þeim húsföður, er fór snemma morguns að leigja verkamenn í víngarð sinn;2og er hann hafði samið við þá um einn pening fyrir dagsverkið, vísaði hann þeim í víngarð sinn.3Síðan gekk hann út um þriðju stundu e), og leit nokkra á torgi iðjulausa.4Hann sagði til þeirra: farið þér og einninn í víngarð minn, og mun eg gefa yður laun að maklegleikum.5Þeir fóru í víngarðinn. Hann gekk og út á sjöttu og níundu stundu og gjörði, sem fyrr.6Um elleftu stundu kom hann og út, og fann enn nokkra iðjulausa; hann spyr: því þeir stæðu þar allan daginn og hefðust ekki að.7Þeir kváðu engan hafa leigt sig. Þá mælti hann: farið þér einninn í víngarð minn, og skuluð þér fá hvað rétt er til launa.8Nú er kvöld var komið, segir eigandi víngarðsins verkstjóra sínum: kalla þú verkamennina og gjalt sérhvörjum þeirra daglaunin, og tak til á hinum síðustu og enda á hinum fyrstu.9Þá komu þeir, er nær miðjum aftni voru leigðir, og fékk hvör einn pening;10en er þeir komu, er fyrstir voru leigðir, hugðu þeir, að þeir mundu meiri laun fá; en þeir fengu líka hvör einn pening;11og er þeir höfðu hann meðtekið, tóku þeir að mögla í móti húsbóndanum,12og spurðu: því hann gjörði þessa síðustu, sem ekki hefðu erfiðað nema eina stund dags, jafna þeim, er allan daginn hefðu staðið sveittir að þungu erfiði?13Þá mælti hann til eins þeirra: kæri! ekki gjöri eg þér rangt til; höfum við ekki samið um einn pening?14taktú hvað þitt er, og far héðan; en þessum, er síðast kom, vil eg gjalda eins og þér;15eður, er eg ekki sjálfur fjár míns ráðandi? eður sérðú ofsjónum yfir því, að eg em góðgjarn?16Þannig munu hinir síðustu verða hinir fyrstu, og hinir fyrstu síðastir; því margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.
17Síðan tók Jesús sig upp til Jerúsalem; þá tók hann þá tólf lærisveina á einmæli á leiðinni og mælti þannig:18nú förum vér til Jerúsalem, og þar mun Mannsins Sonur framseldur verða höfuðprestunum og hinum skriftlærðu, og þeir munu hann til dauða dæma,19og framselja hann heiðingjum, að þeir hæði hann, húðstrýki og krossfesti; en á þriðja degi mun hann upprísa.
20Þá kom til hans móðir þeirra Sebedeussona með sonum sínum, og laut honum, sem hún vildi beiðast nokkurs af honum;21hann spurði þá: hvað viltú? hún svaraði honum: láttu þessa tvo sonu mína sitja sinn á hvörja hlið þér í ríki þínu.22Jesús svaraði: þér vitið ekki hvörs þér biðjið; getið þér drukkið þann bikar, sem eg mun drekka? þeir kváðust mundu það geta.23Þá sagði hann til þeirra: þér munuð að sönnu drekka minn bikar, en það, að sitja mér til hægri og vinstri handar, kann eg ekki að veita nema þeim, er Faðir minn hefir það fyrirhugað.24En er þeir tíu heyrðu þetta, þykktust þeir við þá bræður.25Þá kallaði Jesús þá til sín og mælti: yður er kunnugt, að konungar jarðarinnar drottna yfir þegnum sínum, og gæðingar þeirra sýna makt sína á þeim;26en yðar á meðal skal þetta eigi svo vera, heldur skal hvör sá af yður, er mestur vill heita, vera yðar þjónustumaður;27og hvör hann vill vera yðar fremstur, sé hann þjón yðar;28eins og Mannsins Sonur kom ekki til þess að aðrir skyldu honum þjóna, heldur að hann þjónaði öðrum og léti líf sitt mörgum til lausnar.
29Nú er þeir fóru úr Jeríkósborg, fylgdi honum mikill fjöldi fólks.30Þá sátu við veginn tveir menn blindir, og er þeir heyrðu að Jesús fór þar um, kölluðu þeir og mæltu: Herra! niðji Davíðs, miskunna þú okkur!31en fólkið bauð þeim að þeir þegðu, en þess meir kölluðu þeir og sögðu: Herra! niðji Davíðs, miskunna þú okkur!32Þá stóð Jesús við, kallaði á þá og mælti: hvað viljið þið, að eg gjöri við ykkur?33þeir mæltu: það, Herra! að vér verðum sjáandi.34Jesús aumkvaðist þá yfir þá og hrærði við augum þeirra, og þá fengu þeir strax sjón, og fylgdu honum.

V. 3. e. Gyðingar byrjuðu daginn á sólar uppkomu, sem í Gyðingalandi er alltaf nálægt miðjum morgni, og töldu þaðan frá 12 stundir til sólarlags, sem þar er alltaf nálægt miðjum aftni; þess vegna er hin 3. stund dagmál, 6. stund hádegi, 9. stund nón, og. s. fr. V. 17–19. Mark. 10,32–34. V. 20–28. Mark. 10,35–45. V. 29–34, sbr. Mark. 10,46–52. Lúk. 18,35–43.