Dýrkun hins sanna Guðs skal útbreiðast meðal allra þjóða, en ofmetnaður og hjáguðadýrkun, niðurkefjast.

1Þetta er það, sem Esajasi Amossyni vitraðist um Júdaríki og Jerúsalemsborg:
2Á hinum síðustu dögum mun fjall það, er Drottins hús stendur á, grundvallað verða á fjallatindi, og gnæfa upp yfir aðrar hæðir, og þangað munu allir heiðingjar streyma;
3og margar þjóðir munu búast til ferðar, og segja: komið, látum oss uppfara á Drottins fjall, til húss Jakobs Guðs, að hann vísi oss sína vegu, svo vér megum ganga á hans stigum; því frá Síonsfjalli mun lögmálið út ganga, og orð Drottins frá Jerúsalemsborg.
4Og hann (Drottinn) skal dæma meðal heiðingjanna, og skera úr málum margra þjóða, svo þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum, og kornsigðir úr spjótum sínum. Engi þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki læra hernaðaríþrótt framar.
5Þér Jakobsniðjar, komið, látum oss ganga í ljósi Drottins!6Því þú (Drottinn!) hefir yfirgefið þinn lýð, Jakobsniðja, af því þeir eru enn frekari en austurlendingar, þeir fremja augnaseið, eins og Filistear, og leggja lag sitt við útlenska menn.7Land þeirra er fullt af silfri og gulli, og þeir hafa ógrynni lausafjár; land þeirra er fullt af hestum, og vagnar þeirra ótölulegir.8En land þeirra er einnig fullt af hjáguðum; þeir falla fram fyrir eigin handaverkum sínum, fram fyrir því, sem fingur þeirra hafa tilbúið.9Þess vegna skal hvör maður niðurbeygjast, hvör maður lítillægjast; þú munt eigi fyrirgefa þeim slíkt.10Gakk þú inn í bergið, og fel þig niðri í jörðunni fyrir ógnum Drottins og ljómanum hans hátignar.11Dramblæti mannsins skal lítillækkast, og hroki mannanna niðurbeygjast; Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera.12Því dagur Drottins allsherjar kemur yfir allt það, sem er dramblátt, oflætisfullt og hrokafullt, og það skal niðurlægt verða;13hann kemur yfir öll háreist og gnæfandi sedrustré á Líbanonsfjalli, og yfir allar Basans eikur;14yfir öll há fjöll og allar gnæfandi hæðir;15yfir alla háa turna, og yfir alla ramgjörva múrveggi;16yfir alla Tarsisborgar knöru, og yfir allt það, sem fagurt er á að líta.17Dramblæti mannsins skal lítillækkast, og hroki mannanna niðurbeygjast; Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera;18en hjáguðirnir skulu með öllu undir lok líða.19Þá munu menn smjúga inn í bjarghellra og niður í fylgsni jarðar fyrir ógnum Drottins og fyrir ljómanum hans hátignar, þegar hann rís upp til að skelfa jörðina.20Á þeim degi mun hvör maður fyrir moldvörpur og leðurblökur niður kasta þeim skurðgoðum og líkneskjum, sem þeir hafa búið sér til úr silfri og gulli til að falla fram fyrir og tilbiðja;21en sjálfir munu þeir skreiðast inn í bjarghellra og hamarskorur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljómanum hans hátignar, þá hann rís upp til að skelfa jarðríki.22Treystið ekki á nokkurn mann, sem lífsanda dregur; því, hve mikils er hann metinn?