1Hvör sem hefnir sín, á þeim mun Drottinn aftur hefna; og hans syndir mun hann vísar geyma.2Fyrirgef þínum náunga mótgjörðina; þá verða þér, þegar þú biður, líka fyrirgefnar þínar syndir.3Einn maður geymir öðrum reiði, og leitar fyrirgefningar hjá Drottni!4Við mennina, sína líka, hefir hann enga miskunn, og biður (um miskunn) sakir sinna synda.5Hann, sem er hold, geymir hatur: Hvör mun fyrir hans syndir forlíka?
6Hugsa til endans, og hættu fjandskapnum;7til rotnunar og dauða, og vertu stöðugur við boðorðin.8Hugsaðu til boðorðanna, og hataðu ekki náungann;9til sáttamála ens æðsta og taktu ei eftir vanviskunni.10Lát af kífni, þá minnkar þú syndirnar;11því reiðigjarn maður kveikir deilur, og syndarinn truflar vini, og stráir illmælum milli þeirra, sem lifa í friði.12Þess meira eldsneytið er, því meir logar eldurinn; þess meira mannsins vald, því meiri mun hans reiði vera; og þess meiri auðurinn, því hærra stígur reiðin; og þess ákafari þrætan, því meir mun hún loga.13Bráðræðis ágreiningur, tendrar eld, og bráðræðis kíf úthellir blóði.14Blásir þú í neistann, verður hann að báli; og spýtir þú á hann, kulnar hann út, og hvörttveggja kemur úr þínum munni.
15Formæling verðskuldar sá sögvísi og sá sem hefir tvær tungur, því mörgum, sem lifðu í friði, hafa þeir fyrirfarið.16Sú þriðja, tunga hefir mörgum á hrakning komið, og rekið frá þjóð til þjóðar;17hefir rifið niður fastar borgir, og kollkastað mestu manna húsum.18Sú þriðja tunga hefir útrekið (karlmannlegar) duglegar konur,19og svipt þær (öllum) þeirra afla.20Hvör sem á hana hlýðir, finnur enga ró, og býr ekki í friði.21Svipuhöggið hleypir upp bengarði, en tunguhöggið sundurmolar beinin.22Margir hafa fallið fyrir sverðseggjum, en ekki eins margir og fallnir eru fyrir tungunni.23Sæll er sá, sem vaxinn er fyrir henni, sem ekki verður fyrir hennar æði, sem ekki dregur hennar ok, og ekki verður fjötraður hennar fjötrum!24því hennar ok er járnok, og hennar fjötrar eru eir fjötrar.25Óttalegur dauði er hennar dauði, og helvíti er þolanlegra en hún.26Hún drottnar ei yfir þeim guðræknu, og þeir brenna ekki í hennar loga.27Þeir sem yfirgefa Drottin, komast á hennar vald, og í þeim logar hún og slokknar ekki. Lausri er henni sleppt móti þeim sem ljóni, og hún sundurtætir þá sem pardusdýr.
28Sjá, girð um kring eign þína með þyrnum, bind saman þitt silfur og gull.29En gjör líka reiðslu og vog þínu tali og set hurð með loku fyrir þinn munn.30Gæt þín að þetta verði þér ekki að hrösun, og þú fallir fyrir þeim, sem þig umsitur.

V. 16. Sú þriðja: aðr: vond.