Esekíel er boðið að kunngjöra þeim óguðlegu Júdahöfðingjum hegningardóm Guðs, 1–12; Guð heitir þeim herleiddu líkn, ef þeir láti betrast við mótlætið, 13–21; dýrðarsjónin líður burt frá augum Esekíels, og hann verður aftur burtfluttur til Kaldealands, 22–25.

1Nú hóf andinn mig upp, og flutti mig til eystra musterishliðsins, sem horfir móti sólaruppkomustað; þar stóðu fyrir dyrum hliðsins 25 menn, og á meðal þeirra sá eg Jasanía Assúrsson og Platía Benajason, höfðingja fólksins.2Þá sagði Drottinn til mín: þú mannsins son, það eru þessir menn, sem hafa illt í huga og ráða mönnum óheilt í þessari borg;3þeir segja: enn þá er ekki svo nærri stýrt; sparið ei að reisa húsabyggingar: borgin er ketillinn, en vér erum slátrið b).4Spá þú þess vegna móti þeim, spá þú, mannsins son!5Og andi Drottins kom yfir mig, og hann sagði til mín: seg þú: Svo segir Drottinn: þér segið satt c), Ísraelsmenn! Eg þekki yðar hugrenningar;6þér aukið manndrápin í þessari borg, þér fyllið stræti hennar með vegnum mönnum.7Þar fyrir segir Drottinn alvaldur svo: þeir sem þér hafið í hel slegið og látið liggja í borginni, þeir eru slátrið, og hún er ketillinn; en yður skal eg færa út úr henni.8Við sverðið eru þér hræddir, og sverðið skal eg láta yfir yður koma, segir Drottinn alvaldur.9Eg skal færa yður út af borginni, selja yður útlendum mönnum í hendur, og láta fram á yður koma hvað rétt er.10Fyrir sverði skuluð þér falla, á landamerkjum Ísraels skal eg dæma yður, og þér skuluð viðurkenna að eg em Drottinn.11Borgin skal ekki verða yður að katli, og þér ekki honum að slátri; við landamerki Ísraels skal eg dæma yður.12Þá skuluð þér viðurkenna, að eg em Drottinn, hvörs lögum þér ekki hafið hlýtt, hvörs boðum þér ekki hafið gegnt, heldur lifað á heiðingja vísu, þeirra er umhverfis yður búa.
13Meðan eg þannig spáði, dó Platía Benajason; þá féll eg fram á mína ásjónu, kallaði upp hárri röddu, og sagði: ó, alvaldi Drottinn, viltu þá með öllu eyða öllum eftirleifum Ísraelsmanna?14Þá kom Drottins orð til mín svolátandi:15Það eru þínir bræður, ættmenn þínir og náfrændur, já, gjörvallur Ísraels lýður, eins og hann er sig til, um hvörja innbyggjendur Jerúsalemsborgar segja: burt með ykkur frá Drottni! landið er okkur gefið til eignar.16Þar fyrir seg þú: Svo segir Drottinn alvaldur: þó eg hafi rekið þá burt til heiðingjanna, þó eg hafi dreift þeim út um löndin, þá skal eg þó vera þeim helgidómsstaður um stundar sakir í þeim löndum, sem þeir eru komnir til.17Þess vegna skaltu segja: Svo segir Drottinn alvaldur: eg vil safna yður saman frá þjóðunum, og samansafna yður af þeim löndunum, sem þér eruð burtdreifðir í, og gefa yður Ísraelsland.18Þangað skulu þeir komast, og útrýma þaðan öllum svívirðingum og viðurstyggðum.19Eg vil gefa þeim eindrægt hjarta, og koma nýjum anda í þeirra hjartans grunn; steinhjartað mun eg burttaka úr brjósti þeirra, og gefa þeim aftur annað af holdi a),20svo að þeir breyti eftir mínu lögmáli, og haldi mín boðorð og lifi eftir þeim; þá skulu þeir vera mitt fólk, og eg skal vera þeirra Guð.21En þeir sem hneigjast til svívirðinga og snúa hjörtum sínum til andstyggilegra skurðgoða, þeim skal eg láta athæfi sitt í koll koma, segir Drottinn alvaldur.
22Nú hófu kerúbarnir vængi sína, og hjólin fylgdu þeim, og dýrð Ísraels Guðs var uppi yfir þeim.23Þá hóf dýrðin Drottins sig upp frá borginni, og staðnæmdist á því fjalli, sem er fyrir austan borgina b).24En andinn hóf mig upp, og flutti mig í sýninni, í anda Guðs, til enna herleiddu í Kaldealandi; og sú sýn, sem eg sá, leið upp frá mér;25og eg sagði þeim herleiddu frá öllu því, sem Drottinn hafði opinberað mér.

V. 3. b. Þ. e. öllu er enn óhætt fyrir óvinunum, vér skulum vera hér kyrrir í borginni, eins og slátur í katli, vér skulum lifa hér og deyja. V. 5. c. Nefnil: þau orð: „borgin er ketillinn, en vér erum slátrið“, en þó í öðrum skilningi, en þér hugsið. V. 19. a. Annað mýkra og auðsveigðara til þess sem gott er. V. 23. Á Viðsmjörsviðarfjallinu.