Að tala tungum, þegar enginn útleggur, gagnar ekkert; en að tala af spámannlegri andagift er uppbyggilegra. Konur tala ekki opinberlega í söfnuðinum. Allt framfari þar sómasamlega og með reglu.

1Stundið eftir kærleikanum; sækist eftir enum andlegu gáfunum, en allrahelst eftir spámannlegri andagift.2Sá, sem talar tungum, talar ekki við menn heldur við Guð; því enginn skilur hann, hann talar í anda hulda lærdóma.3En sá, sem talar af spámannlegri andagift, talar mönnum til uppbyggingar, áminningar og huggunar.4Sá, sem talar tungu, uppbyggir sjálfan sig; en sá, sem talar af spámannlegri andagift, uppbyggir söfnuðinn.5Eg vildi að þér allir gætuð tungum talað, en þó heldur að þér töluðuð af spámannlegri andagift, því það er meira vert en að tala tungum, nema hann undireins útleggi, svo að söfnuðurinn hafi þar af uppbyggingu.6Hvað mundi eg gagna yður, bræður! þó eg kæmi til yðar og talaði tungum, nema eg undireins talaði til yðar fyrir opinberun eða þekkingu eður spámannlega andagift, eður lærdóm?7því er eins varið og dauðum hlutum, er hljóð hafa, hvört heldur það er hljóðpípa, ef hún gefur ekki aðgreining hljóðunum, hvörninn getur maður þá vitað hvað það er, sem leikið er á pípuna eður hörpuna?8Sömuleiðis, ef lúðurinn gæfi óskilmerkilegt hljóð, hvör mundi þá búa sig til bardaga?9Þannig og þér, nema yðar mál sé skiljanlegt, hvör veit þá hvað þér talið? þér talið út í veðrið.10Til dæmis: eru svo og svo margar tungur til í heiminum, en engin, sem er meiningarlaus.11Ef eg skil ekki meiningu málsins, er eg fyrir þeim, er talar, sem útlendingur, og hann eins fyrir mér.12Sömuleiðis og þér, þar eð þér sækist eftir andans gáfum, þá kappkostið að vera sem fullkomnastir söfnuðinum til uppbyggingar.13Sá, sem þar fyrir tungu talar, biðji að hann geti það útlagt.14Ef eg bið á framandi tungu, biður að sönnu minn andi, en meining mín verður ávaxtarlaus.15Eg vil biðja í anda, en biðja undireins svo skiljist; eg vil syngja í anda, en syngja svo það skiljist;16því þó þú lofir Guð í anda, hvörnig á hinn ólærði að segja amen til þinnar lofgjörðar, þar eð hann veit ekki hvað þú segir?17látum svo vera, að lofgjörð þín sé falleg, en anar hefir ekki uppbyggingu þar af.18Guði mínum sé lof! að eg tala betur tungum enn þér allir;19en heldur vil eg í söfnuðinum tala fimm orð svo skiljanleg að eg geti öðrum kennt, heldur enn tíu þúsund á framandi tungu.20Bræður! verið ekki börn í skilningi, heldur eins og börn í hrekkvísi, en í skilningi fullorðnir.21Í lögmálinu stendur skrifað: í framandi tungum og með útlendum vörum vil eg tala til þessa fólks, en samt mun það ekki hlýða mér, segir Drottinn.22Framandi tungur eru því teikn, ekki þeim trúuðu, heldur vantrúuðu; en hin spámannlega andagift ekki þeim vantrúuðu heldur þeim trúuðu.23Ef að allur söfnuðurinn væri samankominn og allir töluðu tungum og einhvör vantrúaður, eður sá, sem ekki skildi tungurnar, kæmi þar inn, mundi hann ekki segja: að þér væruð galdir?24En ef allir tala með spámannlegri andagift og einhvör vantrúaður eður vankunnandi kemur inn, finnur hann leiðréttingar og straffanir í öllu, sem þér segið;25það sem í hjarta hans er hulið, verður opinbert, svo að hann mun falla fram á sína ásjónu og tilbiðja Guð og meðkenna að Guð sé sannarlega með yður.26Hvað flýtur hér af? bræður! að þegar þér í söfnuðinum samankomið og sérhvör yðar hefir sálm fram að færa, eður einhvörn lærdóm, eður eitthvað í framandi tungu eður upplýsingu eður útleggingu, þá veri það allt til uppbyggingar.27Ef nokkur talar tungu, þá séu það tveir, mest þrír og það til skiptis, en einn leggi út.28En ef engi er, sem getur útlagt, þá þegi sá í söfnuðinum, (sem á framandi tungu talar), en tali við sjálfan sig og Guð.29En tveir eður þrír spámenn mega tala, en aðrir dæmi um.30En ef nokkur, sem situr, fær opinberun, þá þegi sá fyrri.31Allir getið þér, hvör eftir annan talað spámannlegri andagift, svo að allir læri og allir huggist,32því spámanna andar eru spámönnum undirgefnir a),33með því Guð er ekki óeirðar heldur friðarins Guð. Eins og viðgengst í öllum söfnuðum kristinna manna,34ber yðrum konum að þegja í söfnuðunum, því þeim er ekki leyft að tala, heldur að hlýða, eins og líka lögmálið býður.35En ef þær vilja fræðast í einhvörju, spyrji þær menn sína heima, því konum sæmir ekki að tala í söfnuðinum.36Eður hefir Guðs lærdómur frá yður útgengið? eða eruð þér þeir einustu, er hann er kominn til?37Ef nokkur þykist spámaður vera, eður gæddur andans gáfu, þá viti hann, að það, sem eg hér skrifa yður, er Drottins boð.38Ef nokkur vill ekki við þetta kannast ráði hann því.39Kappkostið því, bræður! að öðlast spámannlega andagift; ekki skuluð þér heldur banna að tala tungum; en allt framfari fallega og með reglu.

V. 1. Kap. 12,4.28. Skrgr. V. 5. v. 24–26.29–32. sbr. við Esra. 5,1. og 6,14. 4 Mós. b. 11,25–29. V. 6. Kap. 12,8. Post. gb. 22,3. sbr. við 5,34. V. 15. Efes. 5,19. V. 20. Matt. 18,3. 19,14. V. 21. Esa. 28,11.12. V. 25. Kap. 4,5. 1 Sam. 19,20–24. Sakk. 8,23. V. 26. Kap. 12,8.10. V. 29. Kap. 12,10. 1 Jóh. 4,1. V. 32. a. Þ. e. ráða yfir sinni andagift. V. 33. Jak. 3,16. Róm. 15,33. V. 34. 1 Tím. 2,12. sbr. við Ef. 5,22. Tít. 2,3. 1 Kor. 11,3. 1 Mós. b. 3,16. V. 35. 1 Tím. 2,11.