Sama ræða.

1Flýið Benjamínssynir, úr Jerúsalem, og blásið í básúnu í Tekóa, og reisið upp merki í Betkerem! því ólukka verður hér inn norðan að, og mikið tjón.2Þá fríðu og táplausu niðurríf eg, Síonsdóttur!3Til hennar koma hirðarar með sínar hjarðir, setja tjöld allt í kringum hana, og hvör einn lætur sitt afmarkaða pláss uppbítast.4„Búið yður til stríðs móti henni! af stað! látum oss um miðdegi komast upp! vei oss! því degi hallar, kvöldskuggarnir lengjast.5Af stað! göngum upp í hana í nótt og rífum niður hennar hallir“.6Því svo segir Drottinn herskaranna: fellið tré og gjörið vegg móti Jerúsalem! Hún er sú borg sem á að refsa, hún er innra full ranglætis.7Því eins og lind upp vellir vatni, svo uppvellir hún illsku. Ofbeldi og undirþrykking heyrist í henni jafnan, frammi fyrir mér, áverkar og dráp.8Bæt þú ráð þitt, Jerúsalem, að mín sál slíti sig ekki frá þér, að eg gjöri þig ekki að auðn, að óbyggðu landi!
9Svo segir Drottinn herskaranna: þeir munu samanlesa Ísraels leifar eftirá, eins og vínber. Flyt þína hönd eins og sá sem samanles vínber aftur og aftur að körfunni!10Við hvörn á eg að tala og aðvara, að þeir heyri? Sjá, óumskorin eru þeirra eyru, og þeir geta ei sýnt athygli. Sjá Drottins orð er orðið þeim að háði, þeir hafa enga lyst á því.11En eg em fullur af heitingum Drottins, er uppgefinn að halda þeim (hjá mér). Aus þeim út yfir barnið á götunni, og yfir unglingahópinn allan saman; því maður sem kona munu verða hertekin, gamlir og örvasa.12Og þeirra hús mun verða annarra eign, akrar og konur, alltsaman. Því eg mun útrétta mína hönd yfir innbúa landsins, segir Drottinn.13Því allir eru sólgnir í ábata, smáir og stórir, og frá spámönnum til prestanna, iðka þeir öll svik.14Þeir lækna sár míns fólks með hægu móti (gjöra lítið úr þeim), segjandi: friður! friður! og þó er enginn friður.15Þeir verða til skammar, því viðurstyggð aðhafast þeir; ekki skammast þeir sín samt; þeir kunna það ekki; því munu þeir falla meðal þeirra sem falla, og þegar eg heimsæki þá, segir Drottinn, munu þeir steypast.
16Svo segir Drottinn: gangið á veginn og litist um og spyrjið að hinni gömlu götu, hvör að sé sá góði vegur, og gangið hann: svo munuð þér finna hvíld yðar sálum.—En þeir segja: vér viljum ekki fara hann.17Og eg hefi sett yfir yður vaktara (segjandi): takið eftir básúnuhljómnum! en þeir segja: vér viljum ekki eftir honum taka.18Heyrið þar fyrir þjóðir! fréttið þér samkomur! hvað meðal þeirra (gjörist).19Heyr það jörð! sjá, eg leiði ólukku yfir þetta fólk, ávöxt þeirra hugsana; því mínum orðum gefa þeir ekki gaum, og mitt lögmál forsmá þeir.
20Hvað skeyti eg um reykelsi sem kemur frá Sabeu og um þann góða kanelbörk úr fjærlægu landi? yðar brennifórnir eru mér ekki geðfelldar, og yðar sláturfórnir líka mér ekki.21Því segir Drottinn svo: sjá, eg legg ásteytingu fyrir þetta fólk, á hana skulu faðir og sonur reka sig hvör með öðrum, og nábúinn og hans vinur, og fyrirfarast.
22Svo segir Drottinn: sjá, fólk kemur úr landi norðursins, og mikil þjóð rís upp utast á jörðunni.23Þeir bera boga og skotvopn, grimmir eru þeir og miskunnarlausir, þeirra raust dunar sem sjórinn, og hestum ríða þeir, útbúnir sem einn maður til stríðs á móti þér, Síonsdóttir!24Vér fréttum til þeirra; vorar höndur verða magnlausar, angist grípur oss, sótt, líka þeirrar sem elur barn.25Far ekki út á akurinn, gakk ekki um veginn! því ótti fyrir óvina sverði er allt um kring.26Æ! mitt fólk, legg um þig sekk og veltu þér í ösku, harma þú eins og (þú ættir að syrgja) einkason, biturlega! því skyndilega yfirfellur eyðileggjarinn oss.
27Rannsakara míns fólks hefi eg gjört þig, sterkan kastala a), að þú þekkir og rannsakir þeirra vegu.28Allir eru þeir fráfallnir og þrjóskufullir illmælendur, eir og járn; allir eru þeir illgjörðamenn.29Smiðjubelgurinn er brunninn, blýið er bráðnað í eldi, forgefins bræða menn aftur og aftur, og þeir vondu verða ei aðskildir (frá hinum).30Ónýtt silfur kalla menn þá, því Drottinn hefir burtskúfað þeim.

V. 1. Tekóa og Betkerem, staðir á hálendi. V. 3. Hirðarar etc. herkóngar með her. V. 27. a. Sem þínir mótstöðumenn skulu ei vinna á.