Sálmarnir 127. kafli2018-01-02T01:02:07+00:00
Sálmarnir 127. kafli
Drottinn byggir húsið. Gefur börn.

1Uppgöngusálmur af Salómon. Ef Drottinn byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til einkis. Ef Drottinn vaktar ekki staðinn, þá vaka vaktararnir til ónýtis.2Að þarfleysu farið þér snemma á fætur, og vakið lengi, etið yðar brauð sem aflað er með víli; því hann gefur sínum ástvinum það sama sofandi.3Sjá! börn eru Drottins gjöf. Lífsins ávöxtur umbun.4Eins og pílur í hendi stríðsmannsins, svo eru ungdómsins synir.5Sæll er sá maður sem hefir fyllt sitt pílnakoffur með þeim; þeir skulu ei verða til minnkunar þegar þeir tala við sína óvini í portinu (fyrir rétti).

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.