Þakklæti eftir afstaðinn háska.

1Til hljóðfærameistarans af Koras börnum, kvæði á (hljóðfærið) Almurh.2Guð er vort athvarf og styrkur, hjálp í þrengingum margreynd;3því hræðumst vér ekkert þó að jörðin fari úr lagi, og fjöllin flytjist mitt í hafið,4þó að sjórinn ólgi og æsist, svo að fjöllin hristist af hans ofsa (málhvíld),5áin mun samt og hennar rennur gleðja Guðs stað, heilagan bústað ens hæsta.6Guð er mitt í honum, hann skal ekki bifast. Guð verndar hann (þegar morguninn frambrýst) í tíma.7Þjóðirnar geisa, ríkin bifast, hann útsendir sína raust, jörðin bráðnar.8Drottinn herskaranna er með oss. Jakobs Guð er vort vígi, (málhvíld).9Komið og sjáið Drottins verk, hvörsu hann gjörir eyðileggingu á jörðunni.10Hann lætur stríðum linna til jarðarinnar enda, sundurbrýtur bogann, og höggur sundur spjótin, uppbrennir vagnana með eldi.11Hættið og viðurkennið: að eg er Guð upphafinn meðal þjóðanna, upphafinn á jörðinni.12Drottinn herskaranna er með oss. Jakobs Guð er vort vígi, (málhvíld).