1Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.2Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.3Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.4Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. Sela5Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta.6Guð býr í henni, eigi mun hún bifast, Guð hjálpar henni, þegar birtir af degi.7Þjóðir gnúðu, ríki riðuðu, raust hans þrumaði, jörðin nötraði.8Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. Sela9Komið, skoðið dáðir Drottins, hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu.10Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.11Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.12Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. Sela

46.2 Hæli Slm 62.8-9; 71.7
46.3 Jörðin haggast Jes 24.19; 54.10; Job 9.5-6
46.4 Ofstopi hafsins Slm 93.3
46.5 Kvíslir Esk 47.2-12; Jl 4.18; Opb 22.1-2; sbr Jes 8.6; Slm 65.10 – bústaður hins hæsta Slm 68.17; 78.68
46.6 Síon haggast ekki Slm 125.1 – Guð hjálpar Jes 37.36-37
46.7 Þjóðir geisuðu Slm 2.1-3; Opb 11.18 – rödd Drottins Slm 29
46.8 Drottinn er með oss Jes 7.14; 8.10 – Drottinn,vígi Slm 9.10+
46.9 Dáðir Drottins Slm 66.5 – eyðing Jes 13.9
46.10 Hann stöðvar stríð Jes 2.4 – eyðir vopnum Slm 76.4; Hós 2.20
46.11 Ég er Guð 5Mós 32.39; Esk 12.16 – Guð upphafinn Slm 47.8-9