1Til söngstjórans. Kóraítasálmur.2Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi.3Því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir gjörvallri jörðinni.4Hann leggur undir oss lýði og þjóðir fyrir fætur vora.5Hann útvaldi handa oss óðal vort, fremdarhnoss Jakobs, sem hann elskar. Sela6Guð er upp stiginn með fagnaðarópi, með lúðurhljómi er Drottinn upp stiginn.7Syngið Guði, syngið, syngið konungi vorum, syngið!8Því að Guð er konungur yfir gjörvallri jörðinni, syngið Guði lofsöng!9Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum, Guð er setstur í sitt heilaga hásæti.10Göfugmenni þjóðanna safnast saman ásamt lýð Abrahams Guðs. Því að Guðs eru skildir jarðarinnar, hann er mjög hátt upphafinn.

47.2 Fagnað fyrir Guði Sef 3.14-15
47.3 Ógurlegur Guð Slm 68.36.; 76.8; 96.4; 5Mós 7.21; Dan 9.4- voldugur konungur Slm 95.3; 2Mós 15.18; Jes 52.7; Mal 1.14; 1Tím 6.15 – yfir jörðinni Sak 14.9
47.5 Hann valdi Slm 132.13+ – stolt Jakobs Am 8.7
47.6 Upp stiginn Slm 68.19 – með fagnaðarópi Slm 24.7-10; 89.16 – lúðurhljómur Slm 98.6
47.7 Syngið Slm 96.1+
47.9 Hásæti Guðs Slm 9.5; 11.4; 89.15; 93.2; 97.2; 103.19; 1Kon 22.19; Jes 6.1; Opb 4.2
47.10 Safnast saman Jes 2.2 – þjóð Abrahams Guðs 1Mós 22.18, sbr Slm 87 – hátt upphafinn Slm 97.9; sbr 95.3; 96.4