1Þessir eru ætthöfðingjar þeirra og þetta er ættarskrá þeirra er fóru með mér heim frá Babýlon, þá er Artahsasta konungur sat að völdum:2Af niðjum Pínehasar: Gersóm. Af niðjum Ítamars: Daníel. Af niðjum Davíðs: Hattús,3sonur Sekanja. Af niðjum Parós: Sakaría og með honum skráðir af karlmönnum 150.4Af niðjum Pahat-Móabs: Eljehóenaí Serajason og með honum 200 karlmenn.5Af niðjum Sattú: Sekanja Jahasíelsson og með honum 300 karlmenn.6Af niðjum Adíns: Ebed Jónatansson og með honum fimm tugir karlmanna.7Af niðjum Elams: Jesaja Ataljason og með honum sjö tugir karlmanna.8Af niðjum Sefatja: Sebadía Míkaelsson og með honum átta tugir karlmanna.9Af niðjum Jóabs: Óbadía Jehíelsson og með honum 218 karlmenn.10Af niðjum Baní: Selómít Jósifjason og með honum 160 karlmenn.11Af niðjum Bebaí: Sakaría Bebaíson og með honum 28 karlmenn.12Af niðjum Asgads: Jóhanan Hakkatansson og með honum 110 karlmenn.13Af niðjum Adóníkams, síðkomnir, og þessi voru nöfn þeirra: Elífelet, Jeíel og Semaja, og með þeim 60 karlmenn.14Af niðjum Bigvaí: Útaí og Sabbúd og með þeim 70 karlmenn.15Ég safnaði þeim saman við fljótið, sem rennur um Ahava, og lágum vér þar í tjöldum í þrjá daga. En er ég hugði að fólkinu og prestunum, þá fann ég þar engan af niðjum Leví.16Þá sendi ég eftir Elíeser, Aríel, Semaja, Elnatan, Jaríb, Elnatan, Natan, Sakaría og Mesúllam, ætthöfðingjum, og Jójaríb og Elnatan, kennurum,17og bauð þeim að fara til Íddós, höfðingja í Kasifjabyggð, og lagði þeim orð í munn, er þeir skyldu flytja Íddó, bræðrum hans og musterisþjónunum í Kasifjabyggð, til þess að þeir mættu útvega oss þjónustumenn í musteri Guðs vors.18Og með því að hönd Guðs vors hvíldi náðarsamlega yfir oss, þá færðu þeir oss vel kunnandi mann af niðjum Mahelí Levísonar, Ísraelssonar, og Serebja og sonu hans og bræður átján alls,19og Hasabja og með honum Jesaja af niðjum Merarí, bræður hans og sonu þeirra tuttugu alls,20og af musterisþjónunum, sem Davíð og höfðingjar hans höfðu sett til að þjóna levítunum: tvö hundruð og tuttugu musterisþjóna. Þeir voru allir nefndir með nafni.21Og ég lét boða þar föstu við fljótið Ahava, til þess að vér skyldum auðmýkja oss fyrir Guði vorum til að biðja hann um farsællega ferð fyrir oss, börn vor og allar eigur vorar.22Því að ég fyrirvarð mig að biðja konung um herlið og riddara til verndar fyrir óvinum á leiðinni. Því að vér höfum sagt konungi: Hönd Guðs vors hvílir yfir öllum þeim, sem leita hans, þeim til góðs, en máttur hans og reiði yfir öllum þeim, sem yfirgefa hann.23Vér föstuðum því og báðum Guð um þetta, og hann bænheyrði oss.24Síðan valdi ég tólf úr af prestahöfðingjunum og Serebja, Hasabja og með þeim tíu af bræðrum þeirra,25og vó þeim út silfrið og gullið og áhöldin gjöfina til húss Guðs vors, er konungur og ráðgjafar hans og höfðingjar hans og allir Ísraelsmenn, þeir er þar voru, höfðu gefið.26Og þannig vó ég í hendur þeirra sex hundruð og fimmtíu talentur í silfri, hundrað talentur í silfuráhöldum, hundrað talentur í gulli.27Auk þess tuttugu gullkönnur, þúsund daríka virði, og tvö ker af gullgljáum góðum eiri, dýrmæt sem gull.28Og ég sagði við þá: Þér eruð helgaðir Drottni, og áhöldin eru heilög, og silfrið og gullið eru sjálfviljagjöf til Drottins, Guðs feðra yðar.29Gætið því þessa og varðveitið það, þar til er þér vegið það aftur út í augsýn prestahöfðingjanna og levítanna og ætthöfðingja Ísraels í Jerúsalem í herbergi musteris Drottins.30Síðan tóku prestarnir og levítarnir við silfrinu og gullinu og áhöldunum eftir vigt til þess að flytja það til Jerúsalem, til musteris Guðs vors.31Því næst lögðum vér upp frá fljótinu Ahava hinn tólfta dag hins fyrsta mánaðar og héldum til Jerúsalem, og hönd Guðs vors hvíldi yfir oss, svo að hann frelsaði oss undan valdi óvina og stigamanna.32Og vér komum til Jerúsalem og dvöldumst þar í þrjá daga.33En á fjórða degi var silfrið og gullið og áhöldin vegin út í musteri Guðs vors í hendur Meremóts prests Úríasonar, og með honum var Eleasar Pínehasson, og með þeim voru levítarnir Jósabad Jesúason og Nóadja Binnúíson _34allt saman með tölu og vigt. Og öll vigtin var þá skrifuð upp.35Þeir er heim komu úr herleiðingunni, þeir hernumdu, er aftur sneru, færðu Ísraels Guði brennifórnir: tólf naut fyrir allan Ísrael, níutíu og sex hrúta, sjötíu og sjö lömb, tólf hafra í syndafórn allt sem brennifórn Drottni til handa.36Og þeir fengu jörlum konungs og landstjórunum í héraðinu hinumegin Fljóts konungsboðin, og þeir aðstoðuðu lýðinn og musteri Guðs.

8.18 Hönd Guðs Esr 7.6+
8.22 Fylgdarlið Neh 2.9; Post 23.23-32
8.25-27 Gjafir til musterisins Esr 1.4+