1Ófriðarmaðurinn fer í móti þér, Níníve: Gæt vígisins! Horf njósnaraugum út á veginn, styrk lendarnar, safna öllum styrkleika þínum,2því að Drottinn reisir aftur við tign Jakobs eins og tign Ísraels, því að ræningjar hafa rænt þá og skemmt gróðurkvistu þeirra.3Skildir kappa hans eru rauðlitaðir, hermennirnir klæddir skarlatsklæðum. Vagnarnir glóa af stáli þann dag, er hann útbýr þá, og lensunum verður sveiflað.4Vagnarnir geisa á strætunum, þeytast um torgin, þeir eru til að sjá sem blys, þeir þjóta áfram sem eldingar.5Konungurinn heitir þá á tignarmenn sína: Þeir hrasa á göngu sinni, þeir flýta sér að múrnum, en þegar er vígþak reist.6Hliðunum við fljótið er lokið upp og konungshöllin kemst í uppnám.7Og drottningin verður flett klæðum og flutt burt, og þernur hennar munu andvarpa, líkast því sem dúfur kurri, og berja sér á brjóst.8Níníve hefir verið sem vatnstjörn frá upphafi vega sinna. En þeir flýja. Standið við, standið við! en enginn lítur við.9Rænið silfri, rænið gulli! Því að hér er óþrjótandi forði, ógrynni af alls konar dýrum munum.10Auðn, gjörauðn og aleyðing, huglaus hjörtu, riðandi kné og skjálfti í öllum mjöðmum, og allra andlit blikna.11Hvar er nú bæli ljónanna, átthagar ungljónanna, þar sem ljónið gekk og ljónynjan og ljónshvolpurinn, án þess að nokkur styggði þau?12Ljónið reif sundur, þar til er hvolpar þess höfðu fengið nægju sína, og drap niður handa ljónynjum sínum, fyllti hella sína bráð og bæli sín ránsfeng.13Sjá, ég rís í gegn þér segir Drottinn allsherjar og læt vagna þína bálast upp í reyk, og sverðið skal eta ungljón þín. Og ég eyði herfangi þínu af jörðinni, og raust sendiboða þinna skal ekki framar heyrast.

2.1 Fagnaðarboði Jes 52.7 – efna heit 4Mós 30.3
2.2 Árás Jes 21.2
2.3 Drottinn reisir við Sef 3.14-20; Slm 80.15; 90.13; Tób 13.6 – sæmd Jakobs sbr Jes 4.2; Róm 2.17 – vínviður Jes 5.1-7 – rændir Slm 80.13-17
2.4 Fall Níníve Sef 2.13-15
2.14 Þín vitja ég Nah 3.5; Jer 21.13; Esk 26.3; 28.22 – eyði ránsfeng Jer 51.13; Esk 19.8-9