1Jósúa stefndi saman öllum ættkvíslum Ísraels í Síkem og kallaði fyrir sig öldunga Ísraels og höfðingja hans, dómendur hans og tilsjónarmenn, og þeir gengu fram fyrir auglit Guðs.2Þá mælti Jósúa við allan lýðinn: Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Forfeður yðar bjuggu í fyrndinni fyrir handan Efrat, þeir Tara, faðir Abrahams og Nahors, og dýrkuðu aðra guði.3Þá tók ég Abraham forföður yðar handan yfir Fljótið og lét hann fara fram og aftur um allt Kanaanland, og ég margfaldaði kyn hans og gaf honum Ísak.4Og Ísak gaf ég þá Jakob og Esaú. Og Esaú gaf ég Seírfjöll, að hann skyldi taka þau til eignar, en Jakob og synir hans fóru suður til Egyptalands.5Síðan sendi ég Móse og Aron og laust Egyptaland með undrum þeim, er ég framdi þar. Síðar leiddi ég yður út þaðan.6Ég leiddi feður yðar út af Egyptalandi, og þér komuð að Sefhafinu. En Egyptar veittu feðrum yðar eftirför með vögnum og riddurum til hafsins.7Þá hrópuðu þeir til Drottins, og ég setti myrkur milli yðar og Egypta, og lét hafið falla yfir þá, svo að það huldi þá. Og þér sáuð með eigin augum, hvernig ég fór með Egypta. Eftir það dvölduð þér langa hríð í eyðimörkinni.8Síðan leiddi ég yður inn í land Amoríta, sem bjuggu hinumegin Jórdanar, og þeir börðust við yður, en ég gaf þá í hendur yður, og þér tókuð land þeirra til eignar, og ég eyddi þeim fyrir yður.9Þá reis upp Balak Sippórsson, konungur í Móab, og barðist við Ísrael. Sendi hann þá og lét kalla Bíleam Beórsson til þess að bölva yður.10En ég vildi ekki heyra Bíleam, og hann blessaði yður þvert á móti. Frelsaði ég yður þannig úr höndum hans.11Þá fóruð þér yfir Jórdan og komuð til Jeríkó. Og Jeríkóbúar börðust við yður, þeir Amorítar, Peresítar, Kanaanítar, Hetítar, Girgasítar, Hevítar og Jebúsítar, en ég gaf þá í yðar hendur.12Þá sendi ég skelfingu á undan yður, og stökkti Amorítakonungunum tveimur burt undan yður, en hvorki kom sverð þitt né bogi þinn þessu til leiðar.13Ég gaf yður land, sem þér ekkert höfðuð fyrir haft, og borgir, sem þér höfðuð ekki reist, en tókuð yður samt bólfestu í þeim, og víngarða og olíutré, sem þér hafið ekki gróðursett, en njótið nú ávaxta þeirra.14Óttist því Drottin og þjónið honum einlæglega og dyggilega, og kastið burt guðum þeim, er feður yðar þjónuðu fyrir handan Fljótið og í Egyptalandi, og þjónið Drottni.15En líki yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna, hvort heldur guðum þeim, er feður yðar þjónuðu, þeir er bjuggu fyrir handan Fljótið, eða guðum Amoríta, hverra land þér nú byggið. En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.16Þá svaraði lýðurinn og sagði: Fjarri sé það oss að yfirgefa Drottin og þjóna öðrum guðum.17Því að Drottinn er vor Guð, hann sem leitt hefir oss og feður vora af Egyptalandi, úr þrælahúsinu, og gjört hefir þessi miklu undur að oss ásjáandi og varðveitt oss á allri þeirri leið, sem vér höfum nú farið, og meðal allra þeirra þjóða, þar sem vér höfum lagt um leið vora.18Og Drottinn stökkti burt undan oss öllum þjóðunum og Amorítum, íbúum landsins. Vér viljum einnig þjóna Drottni, því að hann er vor Guð!19Jósúa sagði þá við lýðinn: Þér getið ekki þjónað Drottni, því að hann er heilagur Guð. Vandlátur Guð er hann. Hann mun ekki umbera misgjörðir yðar og syndir.20Ef þér yfirgefið Drottin og þjónið útlendum guðum, þá mun hann snúast gegn yður og láta illt yfir yður koma og tortíma yður, í stað þess að hann áður hefir gjört vel til yðar.21Þá sagði lýðurinn við Jósúa: Nei, því að Drottni viljum vér þjóna.22Þá sagði Jósúa við lýðinn: Þér eruð vottar að því gegn sjálfum yður, að þér hafið kosið að þjóna Drottni. Þeir sögðu: Vér erum það.23Jósúa sagði: Kastið nú burt útlendu guðunum, sem hjá yður eru, og hneigið hjörtu yðar til Drottins, Ísraels Guðs.24Lýðurinn sagði við Jósúa: Drottni Guði vorum viljum vér þjóna og hlýða hans röddu.25Á þeim degi gjörði Jósúa sáttmála við lýðinn og setti honum lög og rétt þar í Síkem.26Og Jósúa ritaði þessi orð í lögmálsbók Guðs, tók því næst stein mikinn og reisti hann þar upp undir eikinni, sem stóð í helgidómi Drottins.27Og Jósúa sagði við allan lýðinn: Sjá, steinn þessi skal vera vitni gegn oss, því að hann hefir heyrt öll orðin, sem Drottinn hefir við oss talað, og hann skal vera vitni gegn yður, til þess að þér afneitið ekki Guði yðar.28Síðan lét Jósúa fólkið fara, hvern til síns óðals.29Eftir þessa atburði andaðist Jósúa Núnsson, þjónn Drottins, hundrað og tíu ára gamall,30og var hann grafinn í eignarlandi sínu, hjá Timnat Sera, sem liggur á Efraímfjöllum, fyrir norðan Gaasfjall.31Ísrael þjónaði Drottni meðan Jósúa var á lífi og öldungar þeir, er lifðu Jósúa og þekktu öll þau verk, er Drottinn hafði gjört fyrir Ísrael.32Bein Jósefs, sem Ísraelsmenn höfðu haft með sér sunnan af Egyptalandi, grófu þeir í Síkem, í landspildu þeirri, sem Jakob hafði keypt af sonum Hemors, föður Síkems, fyrir hundrað kesíta, og varð hún eign Jósefs sona.33Eleasar, sonur Arons, andaðist og var grafinn í Gíbeu, er átti Pínehas sonur hans og honum hafði gefin verið á Efraímfjöllum.

24.1-28 Sáttmáli 2Mós 24.1+
24.1 Ættbálkunum stefnt saman Jós 23.2 – fyrir augliti Guðs 5Mós 29.9 – Síkem Jós 17.7; 20.7
24.2 Tara, faðir Abrahams og Nahors 1Mós 11.26-27 – aðrir guðir 1Mós 31.19; 35.2-4, sbr 2Mós 20.3+
24.3-13 Hjálpræðissagan Jós 2.9-10; 24.17-18; 2Mós 6.2-8; 4Mós 20.15-16; 5Mós 4.37-38; 6.21-24; 26.5-9; 29.2-8; Dóm 6.8-9; Jes 63.7-14; Jer 32.20-23; Esk 20.5-29; Hós 13.4-6; Am 2.9-10; Mík 6.4-5; Slm 78.12-72; 81.6-13; 105.8-45; 106.7-46; 114.1-8; 135.4-12; 136.10-24; Júdt 5.5-19; 1Makk 2.52-60; SSal 10.1-11.4; 13.17-25; Heb 11.3-40
24.3 Ég sótti Abraham 1Mós 12.1; Post 7.2-3 – niðjar Abrahams 1Mós 12.7, 13.15-16; 15.2-5; 17.4-8,19; 18.14, 21.1-3
24.4 Jakab og Esaú 1Mós 25.19-28 – Seírfjalllendiðl 1Mós 33.14,16; 36.6-8; 5Mós 2.4 – Jakob og synir hans í Egyptalandi 1Mós 46.1-47.12; 2Mós 1.1-7
24.5 Móse og Aron 2Mós 4.14-16; 7.1-13, Slm 105.26 – plágurnar 2Mós 7.14-12.36
24.6 Út úr Egyptalandi 2Mós 12.41 – að hafinu Jós 2.10; 4.23; 2Mós 14.9
24.7 Hrópuðu til Drottins 2Mós 14.10-31 – þið sáuð Jós 23.3+ – í eyðimörkinni 2Mós 15.22; 4Mós 14.26-38; Jós 5.6
24.8 Til lands Amoríta Jós 2.10; 9.10; 5Mós 2.24-3.11
24.9 Balak 4Mós 22.2-24.25 – Bíleam 4Mós 22.5+
24.11 Yfir Jórdan Jós 3-4 – Jeríkó Jós 6 – Amorítar, Persítar Jós 3.10
24.12 Skelfing 2Mós 23.28+ – tveir konungar Amoríta 4Mós 21.21-35: 5Mós 2.24-3.7 – hvorki sverð né bogi Hós 1.7+ ; Slm 44.7; sbr Jós 23.9-10
24.13 Höfðuð ekkert fyrir 5Mós 6.10-13; Neh 9.25
24.14 Óttist Drottin 5Mós 10.12; sbr Jós 22.5; 23.11,14 – kastið burt 1Mós 35.2-4; 1Sam 7.3 – guðunum sem … Esk 20.7-8; 23.3
24.15 Guðir Amoríta Dóm 6.10; sbr 3Mós 18.3
24.16 Það sé fjarri okkur Jós 22.29+
24.17 Þrælahúsið 5Mós 5.6+ – miklu tákn 4Mós 14.11; 5Mós 6.22 – á allri þeirri vegferð 5Mós 8.15-16
24.18 Hann er Guð okkar 5Mós 6.4,13; 10.21; 1Kon 18.39
24.19 Heilagur Guð 3Mós 19.2; Jes 6.3 – afbrýðisamur 2Mós 20.5+ ; Nah 1.2 – fyrirgefur ekki afbrot Jós 23.16; 2Mós 23.21; Nah 1.2-3
24.20 Bölvun á eftir blessun Jós 23.15; 5Mós 4.25-26; 28.63
24.21 Svar fólksins 2Mós 24.3,7
24.23 Kastið frá ykkur framandi guðum v.14+
24.25 Sáttmáli 5Mós 29.12-13; Neh 10.1 – lög og réttur 2Mós 15.25+
24.26 Lögbók Guðs 5Mós 28.61+ ; Neh 8.18; 9.3; 2Kro 17.9 – mikill steinn 1Mós 31.45,51,52 – eikin í Síkem 1Mós 12.6; 35.4; Dóm 9.6,37
24.27 Steinn til vitnis Jós 22.28,34; 1Mós 31.48,52; 5Mós 31.26 – afneita Drottni Jes 59.13; Jer 5.12
24.28 Hvern til síns erfðalands Dóm 2.6
24.29 Jósúa Núnsson Jós 1.1 – dó Dóm 1.1; 2.8-10
24.30 Timnat Sera Jós 19.50+ – fjalllendi Efraím Jós 17.15+
24.31 Þeir er lifðu Jósúa Dóm 2.7
24.32 Bein Jósefs 1Mós 50.25; 2Mós 13.19; Sír 49.15; Heb 11.22 – Í Síkem 1Mós 33.19
24.33 Eleasar Jós 14.1+ – í Efraímfjalllendinu v.30+