1Móse fór og flutti öllum Ísrael þessi orð2og sagði við þá: Ég er nú hundrað og tuttugu ára. Ég get ekki lengur gengið út og inn, og Drottinn hefir sagt við mig: Þú skalt ekki komast yfir hana Jórdan.3Drottinn Guð þinn fer sjálfur yfir um fyrir þér, hann mun sjálfur eyða þessum þjóðum fyrir þér, svo að þú getir tekið lönd þeirra til eignar. Jósúa skal fara yfir um fyrir þér, eins og Drottinn hefir sagt.4Og Drottinn mun fara með þær eins og hann fór með Síhon og Óg, konunga Amoríta, og land þeirra, sem hann eyddi.5Og Drottinn mun gefa þær yður á vald, og þér skuluð fara með þær nákvæmlega eftir skipun þeirri, er ég hefi fyrir yður lagt.6Verið hughraustir og öruggir, óttist eigi og hræðist þá eigi, því að Drottinn Guð þinn fer sjálfur með þér. Hann mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.7Móse kallaði þá á Jósúa og sagði við hann í augsýn alls Ísraels: Vertu hughraustur og öruggur, því að þú munt leiða þetta fólk inn í landið, sem Drottinn sór feðrum þeirra að gefa þeim, og þú munt skipta því milli þeirra.8Og Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast.9Móse ritaði lögmál þetta og fékk það í hendur prestunum, sonum Leví, er bera sáttmálsörk Drottins, og öllum öldungum Ísraels.10Og Móse lagði svo fyrir þá: Sjöunda hvert ár, umlíðunarárið, á laufskálahátíðinni,11þegar allur Ísrael kemur til að birtast fyrir augliti Drottins Guðs þíns á þeim stað, sem hann velur, þá skalt þú lesa lögmál þetta fyrir öllum Ísrael í heyranda hljóði.12Safna þú saman lýðnum, bæði körlum, konum og börnum, og útlendingum þeim, sem hjá þér eru innan borgarhliða þinna, til þess að þeir hlýði á og til þess að þeir læri að óttast Drottin Guð yðar og gæti þess að halda öll orð þessa lögmáls.13Og börn þeirra, þau er enn ekki þekkja það, skulu hlýða á og læra að óttast Drottin Guð yðar alla þá daga, sem þér lifið í því landi, er þér haldið nú inn í yfir Jórdan til þess að taka það til eignar.14Drottinn sagði við Móse: Sjá, andlátstími þinn nálgast. Kalla þú á Jósúa og gangið inn í samfundatjaldið, svo að ég megi leggja fyrir hann skipanir mínar. Þá fóru þeir Móse og Jósúa og gengu inn í samfundatjaldið.15En Drottinn birtist í tjaldinu í skýstólpa, og skýstólpinn nam staðar við tjalddyrnar.16Drottinn sagði við Móse: Sjá, þú munt nú leggjast til hvíldar hjá feðrum þínum. Þá mun lýður þessi rísa upp og taka fram hjá með útlendum guðum lands þess, er hann heldur nú inn í, en yfirgefa mig og rjúfa sáttmála minn, þann er ég við hann gjörði.17Þá mun reiði mín upptendrast gegn þeim, og ég mun yfirgefa þá og byrgja auglit mitt fyrir þeim, og lýðurinn mun eyddur verða og margs konar böl og þrengingar yfir hann koma. Þá mun hann segja: Vissulega er þetta böl yfir mig komið, af því að Guð minn er ekki hjá mér.18En á þeim degi mun ég byrgja auglit mitt vandlega vegna allrar þeirrar illsku, sem hann hefir í frammi haft, er hann sneri sér til annarra guða.19Skrifa þú nú upp kvæði þetta og kenn það Ísraelsmönnum, legg þeim það í munn, til þess að kvæði þetta megi verða mér til vitnisburðar gegn Ísraelsmönnum.20Því að ég mun leiða þá inn í landið, sem ég sór feðrum þeirra, sem flýtur í mjólk og hunangi, og þeir munu eta og verða saddir og feitir og snúa sér til annarra guða og dýrka þá, en mér munu þeir hafna og rjúfa sáttmála minn.21Og þegar margs konar böl og þrengingar koma yfir þá, þá mun kvæði þetta bera vitni gegn þeim, því að það mun eigi gleymast í munni niðja þeirra. Því að ég veit, hvað þeim býr innanbrjósts nú þegar, áður en ég hefi leitt þá inn í landið, sem ég sór feðrum þeirra.22Og Móse skrifaði upp kvæði þetta þann hinn sama dag og kenndi það Ísraelsmönnum.23Drottinn lagði skipanir sínar fyrir Jósúa Núnsson og sagði: Vertu hughraustur og öruggur, því að þú munt leiða Ísraelsmenn inn í landið, sem ég sór þeim, og ég mun vera með þér.24Þegar Móse hafði algjörlega lokið því að rita orð þessa lögmáls í bók,25þá bauð hann levítunum, sem bera sáttmálsörk Drottins, og sagði:26Takið lögmálsbók þessa og leggið hana við hliðina á sáttmálsörk Drottins Guðs yðar, svo að hún geymist þar til vitnisburðar gegn þér.27Því að ég þekki mótþróa þinn og þrjósku. Sjá, meðan ég enn er lifandi hjá yður í dag, hafið þér óhlýðnast Drottni, og hvað mun þá síðar verða að mér dauðum!28Safnið saman til mín öllum öldungum ættkvísla yðar og tilsjónarmönnum yðar, að ég megi flytja þeim þessi orð í heyranda hljóði og kveðja himin og jörð til vitnis móti þeim.29Því að ég veit, að eftir dauða minn munuð þér gjörspillast og víkja af þeim vegi, sem ég hefi boðið yður. Þá mun og ógæfan koma yfir yður á komandi tímum, er þér gjörið það sem illt er í augum Drottins, svo að þér egnið hann til reiði með athæfi yðar.30Móse flutti þá öllum söfnuði Ísraels orð þessa kvæðis, uns því var lokið: kvæðis, uns því var lokið:

31.1 Allur Ísrael 5Mós 1.1+
31.2 Ekki yfir Jórdan 5Mós 3.27
31.3 Jósúa 5Mós 1.38+
31.4 Síhon, Óg 5Mós 1.4+
31.5 Eftir þeim fyrirmælum 5Mós 4.2+ ; 5.31+
31.6 Djarfir og hughraustir 5Mós 3.28+ – óttist ekki 5Mós 1.29+ – Drottinn fer með þér 5Mós 20.4 – Drottinn yfirgefur þig ekki 1Mós 28.15; Jós 1.5, Heb 13.5
31.7 Fyrirheitna landið 5Mós 1.8+
31.8 Drottinn með þér 5Mós 20.1+ – óttast ekki 5Mós 3.2+
31.9 Niðjar Leví 5Mós 17.9+
31.10 Sjöunda hvert ár 5Mós 15.1 – laufskálahátíðin 5Mós 16.13-15
31.11 Staður 5Mós 12.5+
31.12 Stefna saman 5Mós 4.10+ – óttast Drottin 5Mós 4.10+ – gæta þess að framfylgja 5Mós 5.1+ – öll orð lögmálsins 5Mós 27.3+
31.13 Þekkja ekki enn 5Mós 4.9-10; 6.7,20-25; 11.19; 32.46 – taka land til eignar 5Mós 1.21+
31.15 Drottinn í skýstólpa 2Mós 33.9-10
31.16 Taka fram hjá 2Mós 34.15-16; Dóm 2.17; Esk 16.15; sbr 1Mós 35.2-4; Jós 24.14; Dóm 10.16; 1Sam 7.3
31.17 Reiði Guðs 5Mós 6.15; 7.4; 11.17; Dóm 2.14 – Guð ekki hjá Ísrael 5Mós 1.42; Dóm 6.13; Slm 42.11; sbr 5Mós 4.7+
31.18 Aðrir guðir 2Mós 20.3+
31.19 Til vitnisburðar 5Mós 31.26; sbr Jóh 5.45
31.20 Fyrirheitna landið 5Mós 1.8+ – eta nægju sína og snúa sér til annarra guða 5Mós 6.11-12; 8.12-14 – rjúfa sáttmálann Jer 11.10; 31.32
31.21 Böl 5Mós 28.15-68
31.23 Jósúa 5Mós 1.38+ – styrkur og djarfur 5Mós 3.28+ – ég verð með þér 5Mós 20.1+
31.24 Skrá ákvæði lögmálsins 5Mós 17.18
31.26 Lögbókin 5Mós 28.61+
31.27 Óhlýðnast Drottni 5Mós 9.7+
31.28 Vitni 5Mós 4.26+
31.29 Eftir dauða minn Post 20.29-30 – það sem illt er 5Mós 4.25+ – vekja reiði Drottins 5Mós 4.25+