1Drottinn Guð lét þessa sýn bera fyrir mig: Það voru komnar engisprettulirfur, þá er háin tók til að spretta eftir konungsslátt.2En er þær höfðu gjöretið grasið af jörðinni, sagði ég: Drottinn Guð, æ fyrirgef! Hversu má Jakob standast? Hann er svo vesall!3Þá iðraði Drottin þessa. Það skal ekki verða! sagði Drottinn.4Drottinn Guð lét þessa sýn bera fyrir mig: Drottinn Guð kom til þess að hegna með eldi, og hann svalg hið mikla djúp og eyddi landið.5Þá sagði ég: Æ, Drottinn Guð, lát af! Hversu má Jakob standast? Hann er svo vesall!6Þá iðraði Drottin þessa. Þetta skal ekki heldur verða! sagði Drottinn.7Hann lét þessa sýn bera fyrir mig: Sjá, Drottinn stóð uppi á lóðréttum múrvegg og hélt á lóði.8Og Drottinn sagði við mig: Hvað sér þú, Amos? Ég svaraði: Lóð. Þá sagði Drottinn: Sjá, ég mun lóð nota mitt á meðal lýðs míns Ísraels, ég vil eigi lengur umbera hann.9Hæðir Ísaks skulu í eyði lagðar verða og helgidómar Ísraels eyddir verða, og ég vil rísa gegn Jeróbóams ætt með reiddu sverði.10Amasía prestur í Betel sendi boð til Jeróbóams Ísraelskonungs og lét segja: Amos kveikir uppreisn gegn þér mitt í Ísraelsríki. Landið fær eigi þolað öll orð hans.11Því að svo hefir Amos sagt: Jeróbóam mun fyrir sverði falla og Ísrael mun herleiddur verða burt úr landi sínu.12Síðan sagði Amasía við Amos: Haf þig á burt, vitranamaður, flý til Júdalands! Afla þér þar viðurværis og spá þú þar!13En í Betel mátt þú eigi framar koma fram sem spámaður, því að hér er konunglegur helgidómur og ríkismusteri.14Þá svaraði Amos og sagði við Amasía: Ég er enginn spámaður, og ég er ekki af spámannaflokki, heldur er ég hjarðmaður og rækta mórber.15En Drottinn tók mig frá hjarðmennskunni og sagði við mig: Far þú og spá þú hjá lýð mínum Ísrael.16Og heyr því orð Drottins: Þú segir: Þú mátt eigi spá gegn Ísrael né láta orð þín streyma yfir Ísaks niðja.17Fyrir því segir Drottinn svo: Konan þín skal verða skækja hér í borginni, og synir þínir og dætur skulu fyrir sverði falla. Jörð þinni skal sundur skipt verða með mælivað, og þú sjálfur skalt deyja í óhreinu landi. Og Ísraelsmenn skulu fara herleiddir af landi sínu.

7.1 Engisprettur 5Mós 28.38; Jl 1.4-7
7.2 Meðalganga fyrir Ísrael 2Mós 32.11-13; 4Mós 14.13-19 – spámaðurinn er meðalgangari 1Kon 18.42; Jes 37.4; Jer 14.7-12; sbr 1Mós 20.7; 4Mós 11.2; 21.7; Jak 5.16-18
7.3 Drottin iðrast Am 7.6,8; Jer 18.8; 26.3; Jón 3.10
7.4 Eldur Jes 66.16; Esk 21.1-4
7.7-8 Ísrael, hrynjandi múr Esk 13.8-12; Hlj 2.8; sbr 2Kon 21.13
7.9 Hæðir Hós 4.13 – eyða 2Kon 23.15-16; Hós 10.8
7.10 Betel Am 3.14; 4.4+ – gerir uppreisn 1Kon 18.17; Jer 26.8-11 – Jeróbóam Am 1.1+
7.11 Falla fyrir sverði Am 7.9; 9.4,10 – útlegð Am 5.27+
7.13 Bannað að spá Am 2.12+
7.14 Ekki lærisveinn spámanns 1Sam 10.10; 1Kon 20.35; 2Kon 2.3 – fjárhirðir sbr Am 1.1
7.15 Sótti mig til hjarðarinnar 2Sam 7.8; Slm 78.71 – köllun Amosar sbr Am 3.8
7.17 Hirting Amasía sbr 5Mós 28.30-33; Hós 9.3; Mík 2.4