1En heyr þú, Job, ræðu mína, og hlýð þú á öll orð mín.2Sjá, ég opna munn minn, og tunga mín talar í gómi mínum.3Orð mín eru hjartans hreinskilni, og það sem varir mínar vita, mæla þær í einlægni.4Andi Guðs hefir skapað mig, og andblástur hins Almáttka gefur mér líf.5Ef þú getur, þá svara þú mér, bú þig út í móti mér og gakk fram.6Sjá, ég stend eins og þú gagnvart Guði, ég er og myndaður af leiri.7Sjá, hræðsla við mig þarf eigi að skelfa þig og þungi minn eigi þrýsta þér niður.8En þú hefir sagt í eyru mér, og ég heyrði hljóm orðanna:9Hreinn er ég, laus við afbrot, saklaus er ég, og hjá mér er engin misgjörð.10En Guð reynir að finna tilefni til fjandskapar við mig og ætlar að ég sé óvinur hans.11Hann setur fætur mína í stokk og aðgætir alla vegu mína.12Sjá, í þessu hefir þú rangt fyrir þér, svara ég þér, því að Guð er meiri en maður.13Hví hefir þú þráttað við hann, að hann svaraði engu öllum orðum þínum?14Því að vissulega talar Guð einu sinni, já, tvisvar, en menn gefa því ekki gaum.15Í draumi, í nætursýn, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina, í blundi á hvílubeði,16opnar hann eyru mannanna og innsiglar viðvörunina til þeirra17til þess að fá manninn til þess að láta af gjörðum sínum og forða manninum við drambsemi.18Hann hlífir sálu hans við gröfinni og lífi hans frá því að farast fyrir skotvopni.19Maðurinn er og agaður með kvölum á sæng sinni, og stríðið geisar stöðuglega í beinum hans.20Þá vekur lífshvötin óbeit hjá honum á brauðinu og sál hans á uppáhaldsfæðunni.21Hold hans eyðist og verður óásjálegt, og beinin, sem sáust ekki áður, verða ber,22svo að sál hans nálgast gröfina og líf hans engla dauðans.23En ef þar er hjá honum árnaðarengill, talsmaður, einn af þúsund til þess að boða manninum skyldu hans,24og miskunni hann sig yfir hann og segi: Endurleys hann og lát hann eigi stíga niður í gröfina, ég hefi fundið lausnargjaldið,25þá svellur hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.26Hann biður til Guðs, og Guð miskunnar honum, lætur hann líta auglit sitt með fögnuði og veitir manninum aftur réttlæti hans.27Hann syngur frammi fyrir mönnum og segir: Ég hafði syndgað og gjört hið beina bogið, og þó var mér ekki goldið líku líkt.28Guð hefir leyst sálu mína frá því að fara ofan í gröfina, og líf mitt gleður sig við ljósið.29Sjá, allt þetta gjörir Guð tvisvar eða þrisvar við manninn30til þess að hrífa sál hans frá gröfinni, til þess að lífsins ljós megi leika um hann.31Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.32Hafir þú eitthvað að segja, þá svara mér, tala þú, því að gjarnan vildi ég, að þú reyndist réttlátur.33Ef svo er eigi þá heyr þú mig, ver hljóður, að ég megi kenna þér speki.

33.4 Andi Guðs Job 27.3+
33.6 Mótaður úr leir Job 10.8+
33.7 Ótti Job 13.21; sbr 6.4+
33.9 Syndlaus Job 11.4; 16.17
33.10 Telur mig óvin Job 19.11
33.11 Fylgist með breytni Job 7.19+
33.13 Deila við Guð Job 9.3+
33.15 Í draumi Job 4.13+ ; 1Mós 41.25; 1Kon 3.5; Dan 7.1
33.18 Fara yfir Job 27.22+
33.19 Áminntur með kvölum Job 5.17-18; 30.17; 36.15; sbr 2Kor 12.5-10
33.21 Sjúkdómur Job 16.8+
33.23 Meðalgangari Job 16.19; 19.25; Dan 9.21-23; Tób 12.12; Opb 8.3-4
33.25 Bati Job 29.18-20; Slm 103.5
33.26 Sjá auglit Guðs Job 19.27+
33.27 Fyrirgefning Slm 103.10; Róm 6.23
33.30 Frá gröfinni Jes 38.17; Jón 2.7; Slm 103.4
33.33 Speki Job 28.12+