1Halelúja. Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta, í félagi og söfnuði réttvísra.2Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum þeim, er hafa unun af þeim.3Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.4Hann hefir látið dásemdarverka sinna minnst verða, náðugur og miskunnsamur er Drottinn.5Hann hefir gefið fæðu þeim, er óttast hann, hann minnist að eilífu sáttmála síns.6Hann hefir kunngjört þjóð sinni kraft verka sinna, með því að gefa þeim eignir heiðingjanna.7Verk handa hans eru trúfesti og réttvísi, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg,8örugg um aldur og ævi, framkvæmd í trúfesti og réttvísi.9Hann hefir sent lausn lýð sínum, skipað sáttmála sinn að eilífu, heilagt og óttalegt er nafn hans.10Upphaf speki er ótti Drottins, hann er fögur hyggindi öllum þeim, er iðka hann. Lofstír hans stendur um eilífð.

111.1 Hallelúja Slm 106.1+ – af öllu hjarta Slm 138.1; Ef 5.19 – í söfnuði Slm 35.18+ ; 109.30; 149.1
111.2 Mikl verk Slm 92.6; 104.24; Opb 15.3
111.3 Vegsemd Slm 96.6; 104.1 – eilíft réttlæti Slm 112.3
111.4 Til minningar 2Mós 3.15+ ; Lúk 22.19; sbr Slm 105.5; 107.8; 2Mós 13.9 – náðugur og miskunnsamur 2Mós 34.6+
111.5 Óttast Drottinn Slm 15.4+ – líða engan Skort Slm 34.10 – minnist sáttmála síns Slm 105.8; 106.45
111.6 Mátt verka sinna Jer 27.5 – erfðahlut annarra þjóða Slm 44.3
111.7 Trúfesti og réttvísi Dan 4.34; Opb 15.3 – áreiðanleg fyrirmæli Slm 19.8; 93.5
111.8 Um aldur og ævi Jes 40.8; sbr Matt 5.18 – trúfesti og réttvísi Slm 19.10
111.9 Lausn Lúk 1.68 – eilífur sáttmáli Slm 105.10 – heilagt og óttalegt 5Mós 28.58; Lúk 1.49
111.10 Ótti Drottins er speki Jes 33.6; Job 28.28; Okv 9.10; Sír 1.16 – lofstír um eilífð Opb 7.12