1Helgigönguljóð. Ég ákalla Drottin í nauðum mínum, og hann bænheyrir mig.2Drottinn, frelsa sál mína frá ljúgandi vörum, frá tælandi tungu.3Hversu mun fara fyrir þér nú og síðar, þú tælandi tunga?4Örvar harðstjórans eru hvesstar með glóandi viðarkolum.5Vei mér, að ég dvel hjá Mesek, bý hjá tjöldum Kedars.6Nógu lengi hefir sál mín búið hjá þeim er friðinn hata.7Þótt ég tali friðlega, vilja þeir ófrið.

120.1 Ég ákalla, Drottinn bænheyrir Slm 34.7; 81.8; 86.7; 118.5; Jón 2.3 – ákalla Drottinn Slm 3.5+
120.2 Ljúgandi varir Slm 31.19; 52.4,6; 109.2; Sír 51.2; sbr Slm 5.10+
120.4 Hvesstar örvar Slm 45.6 – glóandi Slm 140.11