1Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni yður þess vegna um að hegða yður svo sem samboðið er þeirri köllun, sem þér hafið hlotið.2Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika.3Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins.4Einn er líkaminn og einn andinn, eins og þér líka voruð kallaðir til einnar vonar.5Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn,6einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.7Sérhverjum af oss var náðin veitt eftir því, sem Kristur úthlutaði honum.8Því segir ritningin: Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir.9En steig upp, hvað merkir það annað en að hann hefur einnig stigið niður í djúp jarðarinnar?10Sá, sem steig niður, er og sá, sem upp sté, upp yfir alla himna til þess að fylla allt.11Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.12Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,13þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.14Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.15Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur.16Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.17Þetta segi ég þá og vitna í nafni Drottins: Þér megið ekki framar hegða yður eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er allslaus,18skilningur þeirra blindaður og þeir eru fjarlægir lífi Guðs vegna vanþekkingarinnar, sem þeir lifa í, og síns harða hjarta.19Þeir eru tilfinningalausir og hafa ofurselt sig lostalífi, svo að þeir fremja alls konar siðleysi af græðgi.20En svo hafið þér ekki lært að þekkja Krist.21Því að ég veit, að þér hafið heyrt um hann og hafið verið um hann fræddir eins og sannleikurinn er í Jesú:22Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum,23en endurnýjast í anda og hugsun og24íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.25Leggið nú af lygina og talið sannleika hver við sinn náunga, því að vér erum hver annars limir.26Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar.27Gefið djöflinum ekkert færi.28Hinn stelvísi hætti að stela, en leggi hart að sér og gjöri það sem gagnlegt er með höndum sínum, svo að hann hafi eitthvað að miðla þeim, sem þurfandi er.29Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.30Hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins.31Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.32Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

4.1-3 Samboðið kölluninni Fil 2.1-4; Kól 1.10; 3.12-15; 1Þess 2.12; 2Þess 1.11
4.1 Bandingi Ef 3.1+
4.2 Gagnkvæmur stuðningur Gal 6.2
4.3 Eining andans Fil 1.27 – lifa í friði Ef 1.10; 2.13-16; Kól 1.20
4.4-6 Einn Guð 1Kor 8.6; 12.4-6; Matt 23.8-10; 5Mós 6.4-5; Mrk 12.29
4.4 Einn líkami Ef 2.16; Róm 12.5; 1Kor 10.17; 12.12 – einn andi Ef 2.18; 1Kor 12.13 – von Ef 1.18; Kól 1.5
4.5 Einn Drottinn Jóh 10.16; 1Kor 1.13; 8.6
4.6 Í öllum Róm 11.36; 1Kor 12.6
4.7 Náðargjöf Róm 5.15; 12.3,6 – hverju og einu 1Kor 12.11
4.8 Steig upp til hæða … Slm 68.19; Kól 2.15
4.9 Steig upp, steig niður Jóh 3.13; Róm 10.6-7; Fil 2.6-11
4.11 Embættin gjafir Drottins Róm 12.4-11; 1Kor 12.4-11,28
4.12 Fullkomna hin heilögu 2Tím 3.17 – líkama Krists til uppbyggingar 1Kor 14.26; 1Pét 2.5
4.13 Fullþroska Kól 1.28 – náum að fyllast af Kristi Gal 4.19
4.14 Ekki lengur börn Róm 16.19; 1Kor 3.1-3; 14.20; Heb 5.11-14 – kenningarvindur 2Tím 4.3-4; Heb 13.9
4.15 Kristur er höfuðið Ef 1.22; 5.23; Kól 1.18
4.16 Líkami Krists Róm 12.4-5; 1Kor 12.12-30 – lætur hann vaxa Kól 2.19 – byggjast upp Ef 2.20-22
4.17-19 Lestir heiðingjanna Róm 1.18-32; 1.19+ ; Kól 3.5
4.18 Fjarlægir lífi Guðs Ef 2.12+ – síns harða hjarta Mrk 3.5
4.20-21 Frædd Kól 2.6-7; 3.1-10
4.22-25 Afklæðast … íklæðast Kól 3.8-10+
4.23 Vekja nýja hugsun Róm 12.2
4.25 Talið sannleika Sak 8.16 – hvert annars limir Róm 12.5; 1Kor 12.12
4.26 Ef þér reiðist … Slm 4.5; Jak 1.19-20
4.28 Með höndum sínum Post 20.34-35; 1Kor 4.12; Gal 6.10; 1Þess 4.11
4.29 Ekkert líða yður af munni Ef 5.4; Kól 3.8,16; 4.6; Matt 15.11; Jak 3.10-12
4.30 Hryggið ekki heilagan anda Jes 63.10; 1Þess 5.19 – andinn er trygging Ef 1.13-14
4.31-32 Nýtt samfélag Kól 3.8,12-13 – fyrirgefa hvert öðru Matt 6.14; 18.22-35