1Helgigönguljóð. Eftir Davíð. Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni, né þau sem mér eru ofvaxin.2Sjá, ég hefi sefað sál mína og þaggað niður í henni. Eins og afvanið barn hjá móður sinni, svo er sál mín í mér.3Vona, Ísrael, á Drottin, héðan í frá og að eilífu.

131.1 Er ofvaxið Slm 139.6
131.2 Í þolinmæði og trausti sbr Jes 30.15 – eins og barn Matt 18.3; sbr Jes 66.13; Hós 11.3,4
131.3 Vona á Drottinn sbr Slm 62.9 – að eilífu Slm 121.8+