1Þetta eru þau lög, sem þú skalt leggja fyrir þá:2Þegar þú kaupir hebreskan þræl, skal hann þjóna þér sex ár, en á sjöunda ári skal hann frjáls burt fara án endurgjalds.3Hafi hann komið einhleypur, skal hann og einhleypur burt fara, en hafi hann kvongaður verið, skal kona hans fara burt með honum.4Hafi húsbóndi hans fengið honum konu og hafi hún fætt honum sonu eða dætur, þá skal konan og börn hennar heyra húsbónda sínum til, en hann skal fara burt einhleypur.5En ef þrællinn segir skýlaust: Ég elska húsbónda minn, konu mína og börn mín, ég vil ekki frjáls í burtu fara,6þá skal húsbóndi hans færa hann til Guðs og leiða hann að dyrunum eða að dyrastafnum, og skal húsbóndi hans stinga al í gegnum eyra honum, og skal hann síðan vera þræll hans ævinlega.7Þegar maður selur dóttur sína að ambátt, skal hún ekki burt fara á sama hátt sem þrælar.8Geðjist hún eigi húsbónda sínum, sem ætlað hefir hana sjálfum sér, þá skal hann leyfa að hún sé leyst. Ekki skal hann hafa vald til að selja hana útlendum lýð, með því að hann hefir brugðið heiti við hana.9En ef hann ætlar hana syni sínum, þá skal hann gjöra við hana sem dóttur sína.10Taki hann sér aðra konu, skal hann ekki minnka af við hana í kosti eða klæðnaði eða sambúð.11Veiti hann henni ekki þetta þrennt, þá fari hún burt ókeypis, án endurgjalds.12Hver sem lýstur mann, svo að hann fær bana af, skal líflátinn verða.13En hafi hann ekki setið um líf hans, en Guð látið hann verða fyrir honum, þá skal ég setja þér griðastað, sem hann megi í flýja.14En fremji nokkur þá óhæfu að drepa náunga sinn með svikum, þá skalt þú taka hann, jafnvel frá altari mínu, að hann verði líflátinn.15Hver sem lýstur föður sinn eða móður sína skal líflátinn verða.16Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.17Hver sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða.18Þegar menn deila og annar lýstur hinn steini eða hnefa, og fær hann ekki bana af, heldur leggst í rekkju,19ef hann þá kemst á fætur og gengur úti við staf sinn, þá sé sá sýkn saka, er laust. En bæta skal hann honum verkfallið og láta græða hann til fulls.20Ef maður lýstur þræl sinn eða ambátt með staf, svo að hann deyr undir hendi hans, þá skal hann refsingu sæta.21En sé hann með lífi einn dag eða tvo, þá skal hann þó eigi refsingu sæta, því að þrællinn er eign hans verði keypt.22Ef menn fljúgast á og stjaka við þungaðri konu, svo að henni leysist höfn, en verður ekki annað mein af, þá haldi hann bótum uppi, slíkum sem bóndi konunnar kveður á hann, og greiði eftir mati gjörðarmanna.23En ef skaði hlýst af, þá skalt þú láta líf fyrir líf,24auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót,25bruna fyrir bruna, sár fyrir sár, skeinu fyrir skeinu.26Ef maður slær þræl sinn eða ambátt á auga og skemmir það, þá skal hann gefa honum frelsi sitt fyrir augað,27og ef hann lýstur tönn úr þræli sínum eða ambátt, þá gefi hann honum frelsi fyrir tönn sína.28Ef uxi stangar mann eða konu til bana, þá skal grýta uxann og ekki neyta kjötsins, og er eigandi uxans þá sýkn saka.29En hafi uxinn verið mannýgur áður og eigandinn verið látinn vita það, og geymir hann ekki uxans að heldur, svo að hann verður manni eða konu að bana, þá skal grýta uxann, en eigandi skal og líflátinn verða.30En gjörist honum að bæta með fé, þá leysi hann líf sitt með svo miklum bótum sem honum verður gjört að greiða.31Hvort sem uxinn stangar son eða dóttur, skal með hann fara eftir þessu lagaákvæði.32Ef uxinn stangar þræl manns eða ambátt, þá skal eigandi gjalda húsbónda þeirra þrjátíu sikla silfurs, og skal grýta uxann.33Ef maður opnar brunn eða grefur brunn og byrgir eigi aftur, og uxi eða asni fellur í hann,34þá skal eigandi brunnsins bæta. Hann skal greiða eigandanum fé fyrir, en hafa sjálfur hið dauða.35Ef uxi manns stangar uxa annars manns til bana, þá skulu þeir selja þann uxann, sem lifir, og skipta verði hans, og einnig skulu þeir skipta dauða uxanum.36En ef það var kunnugt, að uxinn var mannýgur áður, og eigandi gætti hans ekki að heldur, þá bæti hann uxa fyrir uxa, en hafi sjálfur hinn dauða.

21.2 Hebreskur þræll 3Mós 25.35-55; 5Mós 15.12-18; Jer 34.14
21.12 Manndráp 2Mós 20.13+
21.13 Stað að flýja til 5Mós 19.1-13; Jós 20; 1Kon 1.50
21.16 Þjófnaður 2Mós 20.15+
21.17 Bölva föður og móður 3Mós 20.9; 5Mós 21.18; Sír 3.13
21.23-25 Líf fyrir líf 3Mós 24.19+
21.33-34 Í brunn Lúk 14.5
21.37 Bætur 2Sam 12.6; Lúk 19.8