1Kóraíta-sálmur. Ljóð.2Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum, hann elskar hlið Síonar framar öllum bústöðum Jakobs.3Dýrlega er talað um þig, þú borg Guðs. Sela4Ég nefni Egyptaland og Babýlon vegna játenda minna þar, hér er Filistea og Týrus, ásamt Blálandi, einn er fæddur hér, annar þar.5En Síon kallast móðirin, hver þeirra er fæddur í henni, og hann, Hinn hæsti, verndar hana.6Drottinn telur saman í þjóðaskránum, einn er fæddur hér, annar þar. Sela7Og menn syngja eins og þeir er stíga dans: Allar uppsprettur mínar eru í þér.

87.1 Heilög fjöll Slm 3.5+
87.2 Síon Jes 14.31; sbr 28.16
87.4 Játendur mínir Jes 19.21; sbr Jer 2.8; Jóh 17.3
87.6 Drottinn skrásetur Jes 4.3; Esk 13.9; sbr Opb 3.5+