1Davíðssálmur. Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir, tjáið Drottni vegsemd og vald.2Tjáið Drottni dýrð þá er nafni hans hæfir, fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða.3Raust Drottins hljómar yfir vötnunum, Guð dýrðarinnar lætur þrumur drynja, Drottinn ríkir yfir hinum miklu vötnum.4Raust Drottins hljómar með krafti, raust Drottins hljómar með tign.5Raust Drottins brýtur sundur sedrustré, Drottinn brýtur sundur sedrustrén á Líbanon.6Hann lætur Líbanonfjöll hoppa eins og kálfa og Hermonfjall eins og ungan vísund.7Raust Drottins klýfur eldsloga.8Raust Drottins lætur eyðimörkina skjálfa, Drottinn lætur Kadeseyðimörk skjálfa.9Raust Drottins lætur hindirnar bera fyrir tímann og gjörir skógana nakta, og allt í helgidómi hans segir: Dýrð!10Drottinn situr í hásæti uppi yfir flóðinu, Drottinn mun ríkja sem konungur að eilífu.11Drottinn veitir lýð sínum styrkleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.

29.1 Guðasynir Slm 138.1+
29.1-2 Gefa Drottni dýrðina Slm 96.7-8
29.3 Náttúruöflin Hlýða Drottni 2Mós 19.16,18,19; Slm 18.11-16; 77.18-19; 97.2-4; Hab 3.4-11; Job 37.2-5
29.6 Líbanon hoppar Slm 114.4 – Sirjonfjall (Hermon) Slm 42.7; 89.13; 133.3
29.7 Eldur, leiftur Nah 3.3; Hab 3.11; sbr 1Mós 3.24
29.9 Hindirnar bera Job 39.1-4
29.10 Flóðið 1Mós 6.9 – Drottinn, konungur um eilífð Slm 9.8+ ; 93.1
29.11 Styrkir þjóðina Slm 28.8; 68.36