1Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:2Hans er drottinvald og ótti, hans sem lætur frið ríkja í hæðum sínum.3Verður tölu komið á hersveitir hans, og yfir hverjum rennur ekki upp ljós hans?4Hvernig ætti maðurinn þá að vera réttlátur hjá Guði, og hvernig ætti sá að vera hreinn, sem af konu er fæddur?5Sjá, jafnvel tunglið, það er ekki bjart, og stjörnurnar eru ekki hreinar í augum hans,6hvað þá maðurinn, maðkurinn, og mannssonurinn, ormurinn!

25.2-3 Drottinvald Guðs Slm 103.19; Heb 2.8+ ; sbr 1Jóh 5.19
25.4 Rétt fyrir sér frammi fyrir Guði Job 4.17+