1Ég er narsissa á Saronvöllum, lilja í dölunum.2Brúðguminn Eins og lilja meðal þyrna, svo er vina mín meðal meyjanna.3Brúðurin Eins og apaldur meðal skógartrjánna, svo er unnusti minn meðal sveinanna. Í skugga hans þrái ég að sitja, og ávextir hans eru mér gómsætir.4Hann leiddi mig í vínhúsið og merki hans yfir mér var elska.5Endurnærið mig með rúsínukökum, hressið mig á eplum, því að ég er sjúk af ást.6Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig!7Brúðguminn Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar, eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.8Brúðurin Heyr, það er unnusti minn! Sjá, þar kemur hann, stökkvandi yfir fjöllin, hlaupandi yfir hæðirnar.9Unnusti minn er líkur skógargeit eða hindarkálfi. Hann stendur þegar bak við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar.10Unnusti minn tekur til máls og segir við mig: Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!11Því sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar um garð gengnar, á enda.12Blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, og kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru.13Ávextir fíkjutrésins eru þegar farnir að þroskast, og ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!14Dúfan mín í klettaskorunum, í fylgsni fjallhnúksins, lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína! Því að rödd þín er sæt og auglit þitt yndislegt.15Náið fyrir oss refunum, yrðlingunum, sem skemma víngarðana, því að víngarðar vorir standa í blóma.16Unnusti minn er minn, og ég er hans, hans, sem heldur hjörð sinni til haga meðal liljanna.17Þangað til dagurinn verður svalur og skuggarnir flýja, snú þú aftur, unnusti minn, og líkst þú skógargeitinni eða hindarkálfi á anganfjöllum.

2.1 Blóm á Saronvöllum Jes 35.1-2; sbr 33.9 – lilja Ljl 2.16; 4.5; 6.2-3; sbr Hós 14.6; Matt 6.28
2.3 Eplatré Ljl 8.5 – gómsætir Ljl 5.16; 7.10
2.5 Rúsínukökur Jes 16.7; Jer 7.18; 44.19; Hós 3.1 – epli Ljl 2.3; 7.9 – máttvana af ást Ljl 5.8
2.6 Vinstri hönd, hin hægri Ljl 8.3
2.7 Ástin Ljl 7.7
2.10 Komdu Ljl 7.12
2.14 Dúfan mín Ljl 1.15+
2.15 Refir Esk 13.4; Neh 3.35; Lúk 13.32 – vínekra Ljl 1.6+
2.16 Hann er minn og ég er hans Ljl 6.3; 7.11; sbr Hós 2.4-25 – lilja Ljl 2.1+
2.17 Kular Ljl 4.6 – dádýr Ljl 8.14