1Ég sá Drottin standa við altarið, og hann sagði: Slá þú á súluhöfuðið, svo að þröskuldarnir skjálfi. Brjót þá sundur og kasta í höfuð þeim öllum. Og síðustu leifar þeirra vil ég deyða með sverði, enginn þeirra skal komast undan á flótta og enginn þeirra bjargast.2Þótt þeir brjótist niður í undirheima, þá skal hönd mín sækja þá þangað, þótt þeir stígi upp til himins, þá skal ég steypa þeim ofan þaðan.3Þótt þeir feli sig á Karmeltindi, þá skal ég leita þá þar uppi og sækja þá þangað, og þótt þeir vilji leynast fyrir augum mínum á mararbotni, skal ég þar bjóða höggorminum að bíta þá.4Og þótt þeir fari á undan óvinum sínum í útlegð, skal ég þar bjóða sverðinu að deyða þá, og ég vil beina augum mínum á þá, þeim til óhamingju, en ekki til hamingju.5Drottinn, Guð allsherjar, hann sem snertir jörðina, svo að hún riðar, og allir þeir, sem á henni búa, verða sorgbitnir, svo að hún hefst upp alls staðar eins og Níl-fljótið og lækkar eins og fljótið á Egyptalandi,6hann sem reist hefir á himnum sali sína og grundvallað hvelfing sína á jörðinni, hann sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina Drottinn er nafn hans.7Eruð þér, Ísraelsmenn, mér mætari en Blálendingar? segir Drottinn. Hefi ég eigi flutt Ísrael af Egyptalandi og Filista frá Kaftór og Sýrlendinga frá Kír?8Sjá, auga Drottins Guðs hvílir á þessu glæpafulla konungsríki. Ég skal afmá það af jörðinni, og þó vil ég ekki með öllu afmá Jakobs niðja segir Drottinn.9Nei, ég skal svo um bjóða, að Ísraels hús verði hrist út á meðal allra þjóða, eins og korn er hrist í sáldi, án þess að nokkur steinvala falli til jarðar.10Allir syndarar þjóðar minnar skulu falla fyrir sverði, þeir sem segja: Ógæfan mun eigi ná oss né yfir oss koma!11Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir,12til þess að þeir nái undir sig leifum Edóms og öllum þeim þjóðum, sem nafn mitt hefir verið nefnt yfir segir Drottinn, sá er þessu mun til vegar koma.13Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.14Þá mun ég snúa við högum lýðs míns Ísraels. Þeir munu byggja upp hinar eyddu borgir og búa í þeim, planta víngarða og drekka vín úr þeim, búa til aldingarða og eta ávöxtu þeirra.15Og ég vil gróðursetja þá í landi þeirra, svo að þeir skulu ekki framar upprættir verða úr landi sínu, því er ég hefi gefið þeim segir Drottinn, Guð þinn.

9.1 Drottinn við altarið sbr Dóm 13.20; Jes 6.1 – helgistaðir eyðilagðir Am 3.14; 7.9 – enginn bjargast Am 2.13-16; 5.19
9.2-4 Ég leita þá uppi Jer 23.23-24; Ób 4; sbr Slm 139.7-12
9.3 Ormurinn Job 41
9.4 Ógnvekjandi aðgætni Guðs Job 7.17-19; 14.16; Jer 21.10; sbr Slm 139.16
9.5 Lofsöngur Am 4.13+ – jörðin gengur í bylgjum Slm 104.32; sbr Am 1.1; 8.8
9.7 Frá Egyptalandi Am 2.10+ ; sbr 5Mós 32.8-9 – Filistear, Kaftór Am 1.6-8; 5Mós 2.23; Jer 47.4 – Aramea, Kír Am 1.3-5
9.8 Ekki að fullu Am 5.15; Jer 30.11
9.9 Sigti Jes 30.28; Lúk 22.31
9.10 Ekki yfir oss Jes 28.15; Jer 5.12; Mík 3.11; Sef 1.12; sbr 2Pét 3.9-10
9.11-12 Sbr Post 15.16-17
9.11 Tjaldbúð Davíðs endurreist Jes 9.2-7; 11.1-9
9.12 Yfirráð 1Mós 22.17; 4Mós 24.17-19; Ób 19
9.13 Allsnægtir 3Mós 26.5; Jl 4.18
9.14 Snúa við högum Hós 6.11+ – endurreisn Jes 61.4; Esk 36.33-36 – velsæld Jes 62.8-9; Esk 36.33; sbr Am 5.11
9.15 Ekki upprættir Jes 60.21; Jer 24.6; 31.28