1Halelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans!2Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans!3Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju!4Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum!5Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum!6Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin! Halelúja!

150.1 Hallelúja Slm 106.1+
150.2 Fyrir máttarverk hans Slm 105.2; 145.4
150.3-5 Lofa Guð með hljóðfærum Slm 147.7+
150.6 Hallelúja Slm 104.35+