1Helgigönguljóð. Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu.2Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu.3Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á landi réttlátra, til þess að hinir réttlátu skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis.4Gjör þú góðum vel til, Drottinn, og þeim sem hjartahreinir eru.5En þá er beygja á krókóttar leiðir mun Drottinn láta hverfa með illgjörðamönnum. Friður sé yfir Ísrael!

125.1 Treysta Drottni Slm 9.11+ ; 55.24+ – bifast eigi Slm 15.5+ ; 55.23 – stendur að eilífu Jl 4.20; sbr 1Jóh 2.17
125.2 Umlykur lýð sinn Slm 32.10; Sk 2.9 – héðan í frá Slm 121.8; 131.3
125.4 Góðir Slm 18.26-27
125.5 Leiða burt Slm 92.8-10; Matt 7.23 – friður yfir Ísrael Slm 128.6; Gal 6.16; sbr Jes 32.18