1Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,2heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.3Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.4Svo fer eigi hinum óguðlega, heldur sem sáðum, er vindur feykir.5Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum og syndugir eigi í söfnuði réttlátra.6Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu.

1.1 Sæll Slm 2.12,13; 32.1; 33.12; 34.9; 40.5; 41.2; 84.5-6; 94.12; 106.3; 112.1; 119.1-2; 127.5; 128.1; 137.8; 144.15; 146.5; 1Kon 10.8; Jes 30.18; 32.20; 56.2; Job 5.17; Okv 3.13; 8.32,34; 14.21; 16.20; 29.18; Préd 10.17; Dan 12.12; Matt 5.3+ – með óguðlegum Slm 26.4-5; sbr 28.3
1.2 Lögmál Drottins Slm 19.8-15; 119 – hugleiða Jós 1.7-8; sbr Slm 35.28; Sír 14.20-21
1.3 Tré hjá lindum Jer 17.8 – lánast Slm 37.4,19; Jós 1.8
1.4 Sem hismi Slm 35.5; Jes 29.5; Job 21.18; sbr Matt 3.12+
1.6 Drottinn ann Slm 31.8; 37.18; 139.1-6,14,23 – vegur (óguðlegra) Jer 21.8; Okv 4.18-19; sbr Matt 7.13-14