1Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,2lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,4leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.5Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.6Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum.7Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.8Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.9Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður.10Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum,11heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.12Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.13Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.14Því að hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold.15Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni,16þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar.17En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barnabarnanna,18þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans.19Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi.20Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans.21Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans.22Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín.

103.1 Lofa þú Drottinn, sála mín Slm 103.22; 104.1,35 – allt sem í mér er Slm 145.21; sbr 5Mós 6.5 – hans heilaga nafn Slm 105.3; 106.47; Lúk 1.19
103.2 Gleym eigi … 5Mós 6.12; 8.11
103.3 Fyrirgefur Slm 130.8; 2Mós 34.9; Matt 9.6 – læknar Slm 30.3; Jes 53.5; Jer 3.22
103.4 Bjargar frá gröfinni Slm 107.20; Jes 38.17; Jón 2.7
103.5 Yngist upp Slm 92.15 – sem örninn Jes 40.31
103.6 Veitir kúguðum rétt Slm 146.7
103.7 Sýndi vegu sína 2Mós 33.13,17 – stórvirki sín Slm 78.11; 111.6
103.8 Náðugur og miskunnsamur 2Mós 34.6+ ; Jak 5.11
103.9 Deilir eigi um aldur Jes 57.16; Jer 3.12; Mík 7.18
103.10 Eigi goldið oss Esk 20.44; Job 33.27; Esr 9.13; Róm 5.8
103.11 Voldug er miskunn hans Slm 36.6; 117.2; Jes 55.9 – óttast hann Slm 15.4+
103.12 Fjarlægir afbrot vor Jes 38.17; 44.22; Jer 50.20; Mík 7.19
103.13 Eins og faðir Jes 49.15; Jer 31.20; Mal 3.17 – miskunn Drottins 5Mós 4.31
103.14 Þekkir eðli vort Job 10.9 – mold Slm 78.39; 90.3; 104.29; 146.4; 1Mós 2.7; 3.19; 18.27
103.15 Sem grasið Slm 90.5-6; 102.12; Jes 40.6-7
103.16 Þekkir ekki framar Slm 37.10,36; Job 7.10; 8.18
103.17 Eilíf miskunn Slm 100.5; 106.1; 107.1; 119.90; 136; 2Mós 20.6; Lúk 1.50 – réttlæti Guðs Slm 99.4; Róm 3.21 – til barnabarnanna Jes 51.8
103.18 Varðveita sáttmála hans 1Mós 17.9; 2Mós 19.5; 5Mós 33.9
103.19 Hásæti Drottins Slm 11.4+ – konungdómur hans Slm 22.29+ ; 93.1+ ; Dan 3.33
103.20 Englar hans Slm 148.2; VDan 3.37; Lúk 2.13; 2Pét 2.11; Opb 5.11 – er framkvæmið boð hans Slm 148.8; Bar 3.33-35