1Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:2Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.3Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.4Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri.5Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.6Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum,7láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum.8En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara, því einn er yðar meistari og þér allir bræður.9Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu, því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum.10Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leiðtogi yðar, Kristur.11Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar.12Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.13Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast.14Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér etið upp heimili ekkna og flytjið langar bænir að yfirskini. Þér munuð fá því þyngri dóm.15Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér farið um láð og lög til að snúa einum til yðar trúar, og þegar það tekst, gjörið þér hann hálfu verra vítisbarn en þér sjálfir eruð.16Vei yður, blindir leiðtogar! Þér segið: Ef einhver sver við musterið, þá er það ógilt, en sverji menn við gullið í musterinu, þá er það gildur eiður.17Blindu heimskingjar, hvort er meira gullið eða musterið, sem helgar gullið?18Þér segið: Ef einhver sver við altarið, þá er það ógilt, en sverji menn við fórnina, sem á því er, þá er það gildur eiður.19Blindu menn, hvort er meira fórnin eða altarið, sem helgar fórnina?20Sá sem sver við altarið, sver við það og allt, sem á því er.21Sá sem sver við musterið, sver við það og við þann, sem í því býr.22Og sá sem sver við himininn, sver við hásæti Guðs og við þann, sem í því situr.23Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.24Blindu leiðtogar, þér síið mýfluguna, en svelgið úlfaldann!25Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hreinsið bikarinn og diskinn utan, en innan eru þeir fullir yfirgangs og óhófs.26Blindi farísei, hreinsaðu fyrst bikarinn innan, að hann verði líka hreinn að utan.27Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra.28Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis.29Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hlaðið upp grafir spámannanna og skreytið leiði hinna réttlátu30og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér ekki átt hlut með þeim í lífláti spámannanna.31Þannig vitnið þér sjálfir um yður, að þér eruð synir þeirra, sem myrtu spámennina.32Nú skuluð þér fylla mæli feðra yðar.33Höggormar og nöðru kyn, hvernig fáið þér umflúið helvítisdóm?34Þess vegna sendi ég til yðar spámenn, spekinga og fræðimenn. Suma þeirra munuð þér lífláta og krossfesta, aðra húðstrýkja í samkundum yðar og ofsækja borg úr borg.35Þannig kemur yfir yður allt saklaust blóð, sem úthellt hefur verið á jörðinni, frá blóði Abels hins réttláta til blóðs Sakaría Barakíasonar, sem þér drápuð milli musterisins og altarisins.36Sannlega segi ég yður: Allt mun þetta koma yfir þessa kynslóð.37Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.38Hús yðar verður í eyði látið.39Ég segi yður: Héðan af munuð þér eigi sjá mig, fyrr en þér segið: Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins.

23.1-12 Hlst. Mrk 12.38-39; Lúk 11.43,46; 20.45-46
23.3 Fræðsla faríseanna Mal 2.7-8
23.4 Byrði sbr Matt 11.30
23.5 Til að sýnst Matt 6.1,5 – skúfar Matt 9.20+
23.6 Hefðarsæti Lúk 14.7
23.9 Faðir á himnum Matt 6.9+
23.11 Þjónustan Matt 20.26+
23.12 Læging Jes 2.9-17 – umskipti Job 22.29; Okv 29.23; Esk 21.31; Lúk 14.11; 18.14
23.13-36 Hlst. Mrk 12.40; Lúk 11.39-52; 20.47
23.13 Vei Matt 11.21+ – hræsnarar Matt 6.2+ – himnaríki Matt 5.20+
23.16 Blindir leiðtogar Matt 15.14; 23.24; Róm 2.19
23.21 Býr í musterinu 1Kon 8.12-13
23.22 Hásæti Guðs Jes 66.1; Matt 5.34; Post 7.49
23.23 Tíund 5Mós 14.22; 3Mós 27.30 – réttlæti, miskunn og trúfesti sbr Jer 5.1; Mík 6.8; Róm 3.3; Gal 5.22
23.25 Hreinsa bikara Mrk 7.4
23.26 Blindi farísei Jóh 9.40
23.27 Kalkaðar grafir Post 23.3
23.28 Sýnast Lúk 16.15
23.31 Banamenn spámanna Post 7.52
23.33 Nörðukyn Matt 3.7+ – helvíti Matt 5.22+
23.34 Sendimenn ofsóttir Matt 10.23; Post 7.52; 1Þess 2.15; sbr Matt 21.35+
23.35 Blóð Abels 1Mós 4.10; Heb 11.4 – blóð Sakaría 2Kro 24.20-22
23.36 Dómurinn yfirvofandi Matt 10.23
23.37-39 Hlst. Lúk 13.34-35
23.37 Jerúsalem líflætur spámenn Post 7.59; 1Þess 2.15
23.38 Sbr 1Kon 9.7-8; Jer 12.7; 22.5
23.39 Sbr Slm 118.26; Matt 21.9; Mrk 11.9-10; Lúk 19.38