1Ó, að þú værir mér sem bróðir, er sogið hefði brjóst móður minnar. Hitti ég þig úti, mundi ég kyssa þig, og menn mundu þó ekki fyrirlíta mig.2Ég mundi leiða þig, fara með þig í hús móður minnar, í herbergi hennar er mig ól. Ég mundi gefa þér kryddvín að drekka, kjarneplalög minn.3Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig.4Brúðguminn Ég særi yður, Jerúsalemdætur: Ó, vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.5Kór Hver er sú, sem kemur þarna úr heiðinni og styðst við unnusta sinn? Brúðurin Undir eplatrénu vakti ég þig, þar fæddi móðir þín þig með kvöl, þar fæddi með kvöl sú er þig ól.6Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér, sem innsiglishring við armlegg þinn. Því að elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og Hel. Blossar hennar eru eldblossar, logi hennar brennandi.7Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni. Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna, þá mundu menn ekki gjöra annað en fyrirlíta hann.8Kór Við eigum unga systur, sem enn er brjóstalaus. Hvað eigum við að gjöra við systur okkar, þá er einhver kemur að biðja hennar?9Ef hún er múrveggur, þá reisum við á honum silfurtind, en ef hún er hurð, þá lokum við henni með sedrusbjálka.10Brúðurin Ég er múrveggur, og brjóst mín eru eins og turnar. Ég varð í augum hans eins og sú er fann hamingjuna.11Brúðguminn Salómon átti víngarð í Baal Hamón. Hann fékk víngarðinn varðmönnum, hver átti að greiða þúsund sikla silfurs fyrir sinn hlut ávaxtanna.12Víngarðurinn minn, sem ég á, er fyrir mig. Eig þú þúsundin, Salómon, og þeir sem gæta ávaxtar hans, tvö hundruð.13Þú sem býr í görðunum, vinir hlusta á rödd þína, lát mig heyra hana.14Brúðurin Flý þú burt, unnusti minn, og líkst þú skógargeitinni eða hindarkálfi á balsamfjöllum.

8.1 Bróðir minn sbr Ljl 4.9 – kyssa Ljl 1.2
8.2 Heim til móður minnar Ljl 3.4 – vín Ljl 1.2+ – safi granateplanna Ljl 4.13
8.3 Vinstri hönd, hin hægri Ljl 2.6
8.5 Hver er sú? 3.6+ – eplatré Ljl 2.3
8.6 Innsigli 1Mós 38.18; 1Kon 21.8; Jer 22.24; Hag 2.23 – sterk eins og dauðinn Jes 28.15; Hós 13.14; Hab 2.5 – ástríðan 2Mós 20.5 – logi Drottins 4Mós 11.1,3; 1Kon 18.38; 2Kon 1.12; Job 1.16
8.7 Vatnsflaumur Esk 26.19; Hab 3.15; Slm 18.17 – stórfljót Jes 43.2; Hab 3.8 – aleiga 1Mós 34.12, Okv 6.31: 31.10
8.8 Bræður stúlkunnar Ljl 1.6
8.10 Veita (finna) sbr Ljl 3.1-4; 5.6-8
8.11 Salómon Ljl 3.7+ – setti verði um vínekruna Ljl 1.6 – þúsund sikla silfurs Jes 7.23
8.12 Vínekran (stúlkan) Ljl 1.6+
8.13 Garðar Ljl 4.12+
8.14 Líkur dádýri Ljl 2.17