1Brúðguminn Já, fögur ertu, vina mín, já, fögur ertu. Augu þín eru dúfuaugu fyrir innan skýluraufina. Hár þitt er eins og geitahjörð, sem rennur niður Gíleaðfjall.2Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus meðal þeirra.3Varir þínar eru eins og skarlatsband og munnur þinn yndislegur. Vangi þinn er eins og kinn á granatepli út um skýluraufina.4Háls þinn er eins og Davíðsturn, reistur fyrir hernumin vopn. Þúsund skildir hanga á honum, allar törgur kappanna.5Brjóst þín eru eins og tveir rádýrskálfar, skóggeitar-tvíburar, sem eru á beit meðal liljanna.6Þar til kular af degi og skuggarnir flýja, vil ég ganga til myrruhólsins og til reykelsishæðarinnar.7Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti.8Með mér frá Líbanon, brúður, með mér skaltu koma frá Líbanon! Lít niður frá Amanatindi, frá Senír- og Hermontindi, frá bælum ljónanna, frá fjöllum pardusdýranna.9Þú hefir rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, þú hefir rænt hjarta mínu með einu augnatilliti þínu, með einni festi af hálsskarti þínu.10Hversu ljúf er ást þín, systir mín, brúður, hversu miklu dýrmætari er ást þín en vín og angan smyrsla þinna heldur en öll ilmföng.11Hunangsseimur drýpur af vörum þínum, brúður, hunang og mjólk er undir tungu þinni, og ilmur klæða þinna er eins og Líbanonsilmur.12Lokaður garður er systir mín, brúður, lokuð lind, innsigluð uppspretta.13Frjóangar þínir eru lystirunnur af granateplatrjám með dýrum ávöxtum, kypurblóm og nardusgrös,14nardus og krókus, kalamus og kanel, ásamt alls konar reykelsisrunnum, myrra og alóe, ásamt alls konar ágætis ilmföngum.15Þú ert garðuppspretta, brunnur lifandi vatns og bunulækur ofan af Líbanon.16Brúðurin Vakna þú, norðanvindur, og kom þú, sunnanblær, blás þú um garð minn, svo að ilmur hans dreifist. Unnusti minn komi í garð sinn og neyti hinna dýru ávaxta hans.

4.1-14 Fögur ertu … Ljl 6.4-10; 7.1-10 – unnusti minn Ljl 5.10-16
4.1 Fögur ertu Ljl 1.15+ – blæja 1Mós 24.65 – hár þitt … Ljl 6.5 – Gíleaðfjall 1Mós 31.21
4.2 Tennur þínar Ljl 6.6
4.3 Granatepli Ljl 4.13; 6.7,11; 7.13; 8.2
4.4 Háls þinn Ljl 1.10+ – skildir Esk 27.10-11
4.5 Brjóst þín Ljl 7.4,8,9; 8.10; Okv 5.19 – tveir hindarkálfar Ljl 7.4; sbr 2.9,17 – meðal lilja Ljl 2.16
4.6 Svalur Ljl 2.17 – ilmur Ljl 1.12+
4.7 Fögur Ljl 1.15+ – lýtalaus sbr Ef 5.27
4.8 Líbanon, Senír, Hermon Ljl 7.5; 5Mós 3.8-9; 1Kro 5.23
4.9 Með augnaráðinu einu Ljl 6.5
4.10 Vín Ljl 1.2+ – angan smyrsla þinna Ljl 1.12+
4.11 Af vörum þínum Okv 5.3 – hunang og mjólk 2Mós 3.8; Jes 55.1 – ilmur klæða þinna Slm 45.9; Okv 7.17 – Angan Líbanonfjalls Hós 14.7
4.12 Garður (þ.e. stúlkan) Ljl 1.12+ – innsigluð lind Okv 5.16
4.13 Með gómsætum ávöxtum Ljl 4.16; 7.14
4.14 Ilmföng Ljl 1.12+ ; Slm 45.9; Okv 7.17
4.16 Í garð minn sbr Ljl 1.12+