1Davíðssálmur. Til þín, Drottinn, hrópa ég, þú bjarg mitt, ver eigi hljóður gagnvart mér. Ef þú þegir við mér, verð ég sem þeir, er til grafar eru gengnir.2Heyr þú á grátbeiðni mína, er ég hrópa til þín, er ég lyfti höndum mínum til Hins allrahelgasta í musteri þínu.3Hríf mig eigi á burt með óguðlegum og með illgjörðamönnum, þeim er tala vinsamlega við náunga sinn, en hafa illt í hyggju.4Launa þeim eftir verkum þeirra, eftir þeirra illu breytni, launa þeim eftir verkum handa þeirra, endurgjald þeim það er þeir hafa aðhafst.5Því að þeir hyggja eigi á verk Drottins né handaverk hans, hann rífi þá niður og reisi þá eigi við aftur.6Lofaður sé Drottinn, því að hann hefir heyrt grátbeiðni mína.7Drottinn er vígi mitt og skjöldur, honum treysti hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann.8Drottinn er vígi lýð sínum og hjálparhæli sínum smurða.9Hjálpa lýð þínum og blessa eign þína, gæt þeirra og ber þá að eilífu.

28.1 Hrópa til Drottins Slm 3.5+ – Guð, bjarg mitt Slm 18.3,32,47; 19.15; 31.3-4; 42.10; 62.3,8 o.áfr.; 144.2; 5Mós 32.4,15,18; 1Sam 2.2; 2Sam 23.3; Jes 17.10; 30.29; 44.8; sbr 1Kor 10.4 – Guð þegir Slm 35.22; 83.2; 109.1 – Guð er hljóður Slm 39.13 – gengnir til grafar 22.30+
28.2 Grátbeiðni mín Slm 31.23; 140.7 – Hið allrahelgasta 1Kon 8.6 – í musterinu Slm 5.8+ ; 134.2 – hef upp hendur Slm 63.5; 119.48; 134.2; 1Kon 8.22; Neh 8.6; Jes 1.15; Hlj 2.19; 3.41; 1Tím 2.8
28.3 Ekki með óguðlegum Slm 26.9+ – tala vinsamlega Jer 6.14; 8.11; Esk 13.10 – fagurgali Slm 12.3; 55.22; Opb 20.12
28.4 Eftir verkum þeirra Slm 94.2; 137.8; 2Mós 21.23-25; Jer 50.29; sbr 2Kor 11.15; 1Pét 1.17; Opb 20.12
28.5 Sjá ekki verk Drottins Jes 5.12 – rífa niður Slm 52.7 – reisa aftur Jer 1.10+
28.6 Lofaður sé Drottinn Slm 31.22; 41.14; 66.20; 68.20; 72.19; 89.53; 106.48; 124.6; 135.21; 144.1; 2Mós 18.10; Dan 3.28; Lúk 1.68; 2Kor 1.3
28.7 Drottinn er vígi Slm 27.1+ ; sbr 9.10+
28.8 Styrkur Slm 3.9 – sínum smurða 1Sam 2.10; sbr Slm 2.2+
28.9 Hjálpa þjóð þinni Jer 31.7 – gæta 5Mós 32.11 – hirðir Jes 40.11; Slm 23.1