1En hvað snertir samskotin til hinna heilögu, þá skuluð einnig þér fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu.2Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar leggja í sjóð heima hjá sér það, sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég kem.3En þegar ég svo kem, mun ég senda þá, sem þér teljið hæfa, með líknargjöf yðar til Jerúsalem, og skrifa með þeim.4En ef betra þykir að ég fari líka, þá geta þeir orðið mér samferða.5Ég mun koma til yðar, er ég hef farið um Makedóníu, því að um Makedóníu legg ég leið mína.6Ég mun ef til vill staldra við hjá yður, eða jafnvel dveljast vetrarlangt, til þess að þér getið búið ferð mína, hvert sem ég þá kann að fara.7Því að nú vil ég ekki sjá yður rétt í svip. Ég vona sem sé, ef Drottinn lofar, að standa við hjá yður nokkra stund.8Ég stend við í Efesus allt til hvítasunnu,9því að mér hafa opnast þar víðar dyr og verkmiklar og andstæðingarnir eru margir.10Ef Tímóteus kemur, þá sjáið til þess, að hann geti óttalaust hjá yður verið, því að hann starfar að verki Drottins eins og ég.11Þess vegna lítilsvirði enginn hann, greiðið heldur ferð hans í friði, til þess að hann geti komist til mín. Því að ég vænti hans með bræðrunum.12En hvað snertir bróður Apollós, þá hef ég mikillega hvatt hann til að verða bræðrunum samferða til yðar. En hann var alls ófáanlegur til að fara nú, en koma mun hann, er hentugleikar hans leyfa.13Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir.14Allt sé hjá yður í kærleika gjört.15Um eitt bið ég yður, bræður. Þér vitið að Stefanas og heimili hans er frumgróði Akkeu og að þeir hafa helgað sig þjónustu heilagra.16Sýnið slíkum mönnum undirgefni og hverjum þeim er starfar með og leggur á sig erfiði.17Ég gleðst yfir návist þeirra Stefanasar, Fortúnatusar og Akkaíkusar, af því að þeir hafa bætt mér upp fjarvist yðar.18Þeir hafa bæði glatt mig og yður. Hafið mætur á slíkum mönnum.19Söfnuðirnir í Asíu biðja að heilsa yður. Akvílas og Priska ásamt söfnuðinum í húsi þeirra biðja kærlega að heilsa yður í Drottins nafni.20Allir bræðurnir biðja að heilsa yður. Heilsið hver öðrum með heilögum kossi.21Kveðjan er með eigin hendi minni, Páls.22Ef einhver elskar ekki Drottin, hann sé bölvaður. Marana ta!23Náðin Drottins Jesú sé með yður.24Kærleikur minn er með öllum yður í Kristi Jesú.

16.1 Samskotin Róm 15.26+ ; sbr Post 11.29 – hinir heilögu Róm 1.7+ ; sbr Post 9.13+
16.2 Fyrsta dag vikunnar Post 20.7+
16.5 Um Makedóníu Post 19.21; sbr 20.1+
16.6 Vetrarlangt Tít 3.12 – búa ferð Róm 15.24
16.7 Ef Drottinn lofar Post 18.21
16.8 Í Efesus Post 19.1,10 – hvítasunna Post 2.1+
16.9 Dyr opnast 2Kor 2.12+ ; sbr Post 19.8-10
16.10 Tímóteus Post 16.1+ – til Korintu 1Kor 4.17 – vinnur fyrir Drottinn Fil 2.20
16.11 Enginn lítilsvirði hann 1Tím 4.12 – greiða ferð 1Kor 16.6
16.12 Apollós Post 18.24+
16.13 Verið styrk Slm 31.25; Ef 6.10
16.15 Stefanas og heimili hans 1Kor 1.16 – frumgróði Róm 16.5
16.18 Hafið mætur á Fil 2.29; 1Þess 5.12; sbr 1Tím 5.17
16.19 Akvílas og Priska Post 18.2+ – söfnuðurinn í húsi þeirra Róm 16.5+
16.20 Heilsið með kossi Róm 16.16+
16.21 Með eigin hendi Gal 6.11+
16.22 Hann sé bölvaður Gal 1.8,9 – Marana þa sbr Opb 22.20