1Drottinn talaði við Móse og sagði:2Hefn þú Ísraelsmanna á Midíanítum. Eftir það skalt þú safnast til þíns fólks.3Móse talaði við lýðinn og sagði: Hervæðið menn af yður til herfarar, og skulu þeir fara á móti Midíansmönnum til þess að koma fram hefnd Drottins á Midíansmönnum.4Skuluð þér senda þúsund manns af ættkvísl hverri af öllum ættkvíslum Ísraels til herfararinnar.5Voru þá látnir til af þúsundum Ísraels þúsund af ættkvísl hverri, tólf þúsund herbúinna manna.6Og Móse sendi þá, þúsund manns af ættkvísl hverri, til herfarar, og með þeim Pínehas, son Eleasars prests, og hafði hann með sér hin helgu áhöld og hvellilúðrana.7Og þeir börðust við Midíansmenn, eins og Drottinn hafði boðið Móse, og drápu alla karlmenn.8Þeir drápu og konunga Midíansmanna, auk annarra, er þeir felldu: Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba, fimm konunga Midíansmanna. Bíleam Beórsson drápu þeir og með sverði.9Ísraelsmenn tóku að herfangi konur Midíansmanna og börn þeirra og rændu öllum eykjum þeirra, öllum fénaði þeirra og öllum eigum þeirra.10En þeir lögðu eld í allar borgir þeirra, sem þeir bjuggu í, og í allar tjaldbúðir þeirra.11Og þeir tóku allt ránsféð og allt herfangið, bæði menn og skepnur,12og færðu Móse og Eleasar presti og söfnuði Ísraelsmanna hið hertekna fólk, herfangið og ránsféð í herbúðirnar, til Móabsheiða, sem eru við Jórdan gegnt Jeríkó.13Móse og Eleasar prestur og allir höfuðsmenn safnaðarins gengu í móti þeim út fyrir herbúðirnar.14Reiddist Móse þá hersveitarforingjunum, bæði þeim er settir voru yfir þúsundir og þeim er settir voru yfir hundruð og komu úr leiðangrinum,15og sagði við þá: Gáfuð þér öllum konum líf?16Sjá, það voru einmitt þær, sem urðu tilefni til þess, að Ísraelsmenn að ráði Bíleams sýndu Drottni ótrúmennsku vegna Peórs, svo að plágan kom yfir söfnuð Drottins.17Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann,18en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður.19En sjálfir skuluð þér hafast við fyrir utan herbúðirnar í sjö daga. Hver sem drepið hefir mann og hver sem snert hefir veginn mann, þér skuluð syndhreinsa yður á þriðja degi og sjöunda degi, svo og þeir, er þér hafið tekið að herfangi.20Þér skuluð og syndhreinsa allan klæðnað, alla hluti af skinni gjörva, allt sem gjört er úr geitahárum, svo og öll tréílát.21Og Eleasar prestur sagði við hermennina, er gengið höfðu í bardagann: Þetta er ákvæði í lögmálinu, er Drottinn hefir boðið Móse.22En láta skuluð þér gull, silfur, eir, járn, tin og blý,23allt sem eld þolir, ganga í gegnum eld, og er það þá hreint. Þó skal það enn syndhreinsað með hreinsunarvatni. En allt sem eigi þolir eld, skuluð þér láta ganga í gegnum vatn.24Og þér skuluð þvo klæði yðar á sjöunda degi, og eruð þá hreinir. Eftir það megið þér koma í herbúðirnar.25Drottinn talaði við Móse og sagði:26Tel þú herfangið, bæði menn og skepnur, þú og Eleasar prestur og ætthöfðingjar safnaðarins,27og skipt þú herfanginu til helminga milli þeirra, er vopnaviðskiptin áttu, þeirra er í leiðangurinn fóru, og alls safnaðarins.28Og þú skalt taka í skattgjald Drottni til handa af bardagamönnunum, þeim er í leiðangurinn fóru, eina sál af hverjum fimm hundruðum af mönnum, nautgripum, ösnum og smáfénaði.29Takið það af þeirra helmingi, og skalt þú fá það Eleasar presti sem fórnargjöf Drottni til handa.30En af helmingi Ísraelsmanna skalt þú taka frá eina af hverjum fimmtíu af mönnum, nautgripum, ösnum og smáfénaði, af öllum skepnum, og fá levítunum, sem annast búð Drottins.31Og Móse og Eleasar prestur gjörðu eins og Drottinn hafði boðið Móse.32En herfangið það sem eftir var af ránsfé því, er herfólkið hafði rænt voru 675.000 af sauðfénaði,3372.000 af nautgripum34og 61.000 asnar,35og alls 32.000 konur er eigi höfðu átt samræði við karlmann.36En helmingshlutur þeirra, er í leiðangurinn fóru, var að tölu 337.500 af sauðfénaði,37og skattgjaldið til handa Drottni af sauðfénaðinum var 675,38af nautgripum 36.000, og skattgjaldið af þeim Drottni til handa 72,39asnarnir 30.500, og skattgjaldið af þeim Drottni til handa 61,40og mennirnir 16.000, og skattgjaldið af þeim Drottni til handa 32 sálir.41Móse fékk Eleasar presti fórnarskattgjaldið Drottni til handa, eins og Drottinn hafði boðið Móse.42Og af helmingnum, er Ísraelsmenn fengu og Móse skipti frá hermönnunum43en í hluta safnaðarins kom: af sauðfénaði 337.500,44af nautgripum 36.000,45af ösnum 30.50046og af mönnum 16.000,47af helmingnum, er Ísraelsmenn fengu, tók Móse frá einn af hverjum fimmtíu, bæði af mönnum og skepnum, og fékk levítunum, er annast búð Drottins, eins og Drottinn hafði boðið Móse.48Höfuðsmennirnir yfir þúsundum hersins, fyrirliðarnir fyrir þúsundunum og fyrirliðarnir fyrir hundruðunum, gengu nú fram fyrir Móse49og sögðu við Móse: Vér þjónar þínir höfum talið bardagamennina, er vér áttum yfir að ráða, og vér söknum eigi neins af þeim.50Fyrir því færum vér Drottni að fórnargjöf hver það, er hann hefir komist yfir af gullgripum: armhringa, armbönd, fingurgull, eyrnagull og hálsmen, til þess að friðþægja fyrir sálir vorar fyrir Drottni.51Þeir Móse og Eleasar tóku við gullinu af þeim. Var það alls konar listasmíði.52En gullið, sem þeir færðu Drottni að fórnargjöf, var alls 16.750 siklar, og var það frá fyrirliðunum fyrir þúsundunum og frá fyrirliðunum fyrir hundruðunum.53Hermennirnir höfðu rænt hver handa sér.54Og þeir Móse og Eleasar prestur tóku við gullinu af fyrirliðunum fyrir þúsundunum og hundruðunum og færðu það í samfundatjaldið, Ísraelsmönnum til minningar frammi fyrir Drottni.

31.6 Lúðrar 4Mós 10.9
31.7 Allir karlmenn 5Mós 20.13-14
31.8 Konungur Midíansmanna Jós 13.21-22 – Bíleam 4Mós 22.5+
31.19 Snerta veginn mann 4Mós 19.11-13
31.27 Skaltu skipta … 1Sam 30.24-25