1Á næsta ári, um það leyti er konungar fara í hernað, hélt Jóab út með liðinu og herjaði land Ammóníta. Og hann kom og settist um Rabba, en Davíð dvaldist í Jerúsalem. Og Jóab vann Rabba og braut hana.2Og Davíð tók kórónu Milkóms af höfði honum og komst að raun um, að hún vó talentu gulls, og í henni var dýrindis steinn. Davíð setti hana á höfuð sér og flutti mjög mikið herfang burt úr borginni.3Hann flutti og burt fólkið, sem þar var, og setti það við sagirnar, járnfleygana og axirnar, og svo fór Davíð með allar borgir Ammóníta. Síðan fór Davíð ásamt öllu liðinu aftur heim til Jerúsalem.4Seinna tókst enn orusta hjá Geser við Filista. Þá drap Sibbekaí Húsatíti Sippaí, einn af niðjum Refaíta, og urðu þeir að lúta í lægra haldi.5Og enn tókst orusta við Filista. Þá drap Elkanan Jaírsson Lahmí, bróður Golíats frá Gat. Spjótskaft hans var sem vefjarrifur.6Og er enn tókst orusta hjá Gat, var þar tröllaukinn maður, er hafði sex fingur á hvorri hendi og sex tær á hvorum fæti, tuttugu og fjögur að tölu. Var hann og kominn af Refaítum.7Hann smánaði Ísrael, en Jónatan, sonur Símea, bróður Davíðs, drap hann.8Þessir voru komnir af Refaítum í Gat, og féllu þeir fyrir Davíð og mönnum hans.

20.1-3 sbr 2Sam 11.1; 12.26-31
20.4-8 sbr 2Sam 21.18-22