1Til söngstjórans. Davíðssálmur.2Hversu lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu? Hversu lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér?3Hversu lengi á ég að bera sút í sál, harm í hjarta dag frá degi? Hversu lengi á óvinur minn að hreykja sér upp yfir mig?4Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans,5að óvinur minn geti ekki sagt: Ég hefi borið af honum! að fjandmenn mínir geti ekki fagnað yfir því, að mér skriðni fótur.6„Ég treysti á miskunn þína; hjarta mitt fagnar yfir hjálp þinni. Ég vil syngja fyrir Drottni, því að hann hefir gjört vel til mín.“

13.2 Hve lengi? Slm 6.4+ ; 74.10; 79.5; 89.47 – gleyma mér Hlj 5.20 – hylja auglit sitt Slm 10.11; 22.25,. 27.9, 30.8; 69.18; 102.3
13.4 Tendra ljós augna Slm 19.9; 1Sam 14.27,29; sbr Slm 27.1; Jóh 8.12+
13.5 Fjandmenn fagna Slm 38.17
13.6 Treysta á gæsku Guðs Slm 52.10; sbr 9.11+ – gleði og fögnuður Slm 21.2