1Flýið, Benjamínítar, út úr Jerúsalem! Þeytið lúður í Tekóa og reisið upp merki í Betkerem, því að ógæfa vofir yfir úr norðurátt og mikil eyðing.2Dóttirin Síon, hin fagra og fínláta, er þögul.3Til hennar koma hirðar með hjarðir sínar, slá tjöldum hringinn í kringum hana, hver beitir sitt svæði.4Vígið yður til bardaga móti henni! Standið upp og gjörum áhlaup um hádegið! Vei oss, því að degi hallar og kveldskuggarnir lengjast.5Standið upp og gjörum áhlaup að næturþeli og rífum niður hallir hennar!6Svo segir Drottinn allsherjar: Fellið tré hennar og hlaðið virkisvegg gegn Jerúsalem. Það er borgin, sem hegna á. Undirokun ríkir alls staðar í henni.7Því eins og vatnsþróin heldur vatninu fersku, þannig heldur hún illsku sinni ferskri. Ofbeldi og kúgun heyrist í henni, frammi fyrir augliti mínu er stöðuglega þjáning og misþyrming.8Lát þér segjast, Jerúsalem, til þess að sál mín slíti sig ekki frá þér, til þess að ég gjöri þig ekki að auðn, að óbyggðu landi.9Svo segir Drottinn allsherjar: Menn munu gjöra nákvæma eftirleit á leifum Ísraels, eins og gjört er á vínviði með því að rétta æ að nýju höndina upp að vínviðargreinunum, eins og vínlestursmaðurinn gjörir.10Við hvern á ég að tala og hvern á ég að gjöra varan við, svo að þeir heyri? Sjá, eyra þeirra er óumskorið, svo að þeir geta ekki tekið eftir. Já, orð Drottins er orðið þeim að háði, þeir hafa engar mætur á því.11En ég er fullur af heiftarreiði Drottins, ég er orðinn uppgefinn að halda henni niðri í mér. Helltu henni þá út yfir börnin á götunni og út yfir allan unglingahópinn, því að karl sem kona munu hertekin verða, aldraðir jafnt sem háaldraðir.12En hús þeirra munu verða annarra eign, akrar og konur hvað með öðru, því að ég rétti hönd mína út gegn íbúum landsins segir Drottinn.13Bæði ungir og gamlir, allir eru þeir fíknir í rangfenginn gróða, og bæði spámenn og prestar, allir hafa þeir svik í frammi.14Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar minnar með hægu móti, segjandi: Heill, heill! þar sem engin heill er.15Þeir munu hljóta að skammast sín fyrir að hafa framið svívirðing! En þeir skammast sín ekki og vita ekki hvað það er, að blygðast sín. Fyrir því munu þeir falla meðal þeirra, sem falla. Þegar minn tími kemur að hegna þeim, munu þeir steypast segir Drottinn.16Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: Vér viljum ekki fara hana.17Þá setti ég varðmenn gegn yður: Takið eftir lúðurhljóminum! En þeir sögðu: Vér viljum ekki taka eftir honum.18Heyrið því, þjóðir! Sjá þú, söfnuður, hvað í þeim býr!19Heyr það, jörð! Sjá, ég leiði ógæfu yfir þessa þjóð! Það er ávöxturinn af ráðabruggi þeirra, því að orðum mínum hafa þeir engan gaum gefið og leiðbeining minni hafa þeir hafnað.20Hvað skal mér reykelsi, sem kemur frá Saba, og hinn dýri reyr úr fjarlægu landi? Brennifórnir yðar eru mér eigi þóknanlegar og sláturfórnir yðar geðjast mér eigi.21Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég legg fótakefli fyrir þessa þjóð, til þess að um þau hrasi bæði feður og synir, hver nábúinn farist með öðrum.22Svo segir Drottinn: Sjá, lýður kemur úr landi í norðurátt og mikil þjóð rís upp á útkjálkum jarðar.23Þeir bera boga og skotspjót, þeir eru grimmir og sýna enga miskunn. Háreysti þeirra er sem hafgnýr, og þeir ríða hestum, búnir sem hermenn til bardaga gegn þér, dóttirin Síon.24Vér höfum fengið fregnir af honum, hendur vorar eru magnlausar. Angist hefir gripið oss, kvalir eins og jóðsjúka konu.25Farið ekki út á bersvæði og gangið ekki um veginn, því að óvinurinn hefir sverð skelfing allt um kring.26Þjóð mín, gyrð þig hærusekk og velt þér í ösku, stofna til sorgarhalds, eins og eftir einkason væri, beisklegs harmakveins, því að skyndilega mun eyðandinn yfir oss koma.27Ég hefi gjört þig að rannsakara hjá þjóð minni, til þess að þú kynnir þér atferli þeirra og rannsakir það.28Allir eru þeir svæsnir uppreisnarmenn, rógberendur, tómur eir og járn, allir eru þeir spillingarmenn.29Smiðjubelgurinn másaði, blýið átti að eyðast í eldinum, til einskis hafa menn verið að bræða og bræða, hinir illu urðu ekki skildir frá.30Ógilt silfur nefna menn þá, því að Drottinn hefir fellt þá úr gildi.

6.1 Flýið Lúk 21.21 – Tekóa Am 1.1+ – úr norðri Jer 1.14+ – eyðilegging Jer 4.6+
6.4 Heilagt stríð Jer 51.27; Jl 4.9; sbr Jer 22.7; 5Mós 20
6.8 Láttu þér segjast Jer 17.23; 35.13; sbr 7.28 – við þig Hós 9.12 – geri að eyðimörk Jer 4.7
6.9 Vínviður Jes 5.1+ – leifar Ísraels Jes 4.3+
6.10 Óumskorið eyra sbr Jer 4.4+ ; Post 7.51 – fellur ekki í geð Jer 6.17; sbr 20.8
6.11 Halda í skefjum Jer 20.9
6.12 Annarra Jer 8.10-12; 5Mós 28.30; Am 5.11; Mík 6.15; sbr Jes 62.8-9
6.13 Sækjast eftir Jer 5.27; Jes 56.11
6.14 Heill Jer 4.10; 8.11; 14.13; 23.17; Esk 13.10
6.15 Draga til ábyrgðar Jer 5.9+
6.16 Nemið staðar Lúk 14.28 – gömlu göturnar Jer 18.15; Slm 139.24; Sír 8.9; 39.1 – hvíld Matt 11.29 – við viljum ekki Jer 2.31
6.17 Setti yfir yður varðmenn Esk 3.17-21; 33.1-9; sbr 4Mós 23.3; Jes 21.6-12; Hab 2.1 – hornablásturinn Jer 4.5+
6.18 Heyrið því, þjóðir Jes 34.1; Mík 1.2
6.19 Ávöxtur breytni þeirra Okv 1.31; Gal 6.7; sbr Jer 2.19
6.20 Geðjast ekki Jer 7.21; 14.12; Jes 1.11-17; Hós 9.4; Am 5.21-24; Heb 10.5-6
6.21 Hrösunarhella Esk 3.20; 1Pét 2.6-8
6.22-24 Þjóð ein kemur … Jer 50.41-43
6.22 Í norðri Jer 1.14+
6.24 Lömuðust sbr Jer 38.4; 47.3; 50.43 – kvöl Jer 13.21; sbr 4.31+
6.25 Hættur ógna úr öllum áttum Jer 20.3,10; 46.5; 49.29; Slm 31.14; Hlj 2.22
6.26 Gyrtu þig hærusekk Jón 3.5-6; Matt 11.21; Jer 4.8+ – í öskunni Jer 25.34; Esk 27.30 – sorg eftir einkason Am 8.10; Sak 12.10
6.27-30 Málmur heinsaður Esk 22.18-22
6.27 Kanna Jer 9.6
6.28 Forhertir uppreisnarmenn Jer 5.21,23
6.29 Hreinsun Jes 1.25 – ómöguleg Okv 27.22