1Í það sama sinn sagði Drottinn við mig: Högg þér tvær töflur af steini, eins og hinar fyrri voru, og kom til mín upp á fjallið. Þú skalt og gjöra þér örk af tré.2Ég ætla að rita á töflurnar þau orð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum, er þú braust í sundur, og skalt þú síðan leggja þær í örkina.3Ég gjörði þá örk af akasíuviði og hjó tvær töflur af steini eins og hinar fyrri, gekk því næst upp á fjallið með báðar töflurnar í hendi mér.4Þá ritaði Drottinn á töflurnar með sama letri og áður tíu boðorðin, þau er hann hafði talað til yðar á fjallinu út úr eldinum, daginn sem þér voruð þar saman komnir. Síðan fékk hann mér þær.5Þá sneri ég á leið og gekk ofan af fjallinu og lagði töflurnar í örkina, er ég hafði gjört, og þar voru þær geymdar, eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt.6Ísraelsmenn fóru frá Beerót Bene Jaakan til Mósera. Þar dó Aron og var jarðaður þar, og Eleasar sonur hans varð prestur í hans stað.7Þaðan fóru þeir til Gúdgóda, og frá Gúdgóda til Jotbata, þar sem gnægð er vatnslækja.8Þá skildi Drottinn ættkvísl Leví frá til þess að bera sáttmálsörk Drottins, til þess að standa frammi fyrir Drottni og þjóna honum og til að blessa í hans nafni, og er svo enn í dag.9Fyrir því fékk Leví eigi hlut né óðal með bræðrum sínum. Drottinn er óðal hans, eins og Drottinn Guð þinn hefir heitið honum.10En ég dvaldi á fjallinu fjörutíu daga og fjörutíu nætur, eins og hið fyrra sinnið, og Drottinn bænheyrði mig einnig í þetta skiptið: Drottinn vildi ekki tortíma þér.11Og Drottinn sagði við mig: Tak þig upp og hald af stað, til þess að þú megir fara fyrir lýðnum, er hann leggur upp, svo að þeir komist inn í og fái til eignar land það, sem ég sór feðrum þeirra að gefa þeim.12Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn Guð þinn af þér nema þess, að þú óttist Drottin Guð þinn og gangir því ávallt á hans vegum, og að þú elskir hann og að þú þjónir Drottni Guði þínum af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni13með því að halda skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, og þér er fyrir bestu?14Sjá, Drottni Guði þínum heyrir himinninn og himnanna himnar, jörðin og allt, sem á henni er,15og þó hneigðist Drottinn að feðrum þínum einum, svo að hann elskaði þá, og hann útvaldi yður, niðja þeirra, eftir þá af öllum þjóðum, og er svo enn í dag.16Umskerið því yfirhúð hjarta yðar og verið ekki lengur harðsvíraðir.17Því að Drottinn Guð yðar, hann er Guð guðanna og Drottinn drottnanna, hinn mikli, voldugi og óttalegi Guð, sem eigi gjörir sér mannamun og þiggur eigi mútur.18Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði.19Elskið því útlendinginn, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi.20Drottin Guð þinn skalt þú óttast, hann skalt þú dýrka, við hann skalt þú halda þér fast og við nafn hans skalt þú sverja.21Hann er þinn lofstír og hann er þinn Guð, sá er gjört hefir fyrir þig þessa miklu og óttalegu hluti, sem augu þín hafa séð.22Sjötíu að tölu voru feður þínir, þá er þeir fóru til Egyptalands, en nú hefir Drottinn Guð þinn gjört þig að fjölda til sem stjörnur himins. fjölda til sem stjörnur himins.

10.1-5 Nýjar töflur 2Mós 34.1-4
10.1 Steintöflur 2Mós 24.12+ – örk 2Mós 37.1-5
10.4 Boðorðin tíu 5Mós 5.6-21; 2M 20.1-17
10.6 Frá Beerót Bene Jaakan til Moser 4Mós 33.28-31 – Aron deyr 4Mós 20.22-29; 33.38 – prestsembætti að erfðum 3Mós 6.15+
10.8 Ættbálkur Leví 4Mós 8.5-19 – sáttmálsörk Drottins 5Mós 31.9,25; Jós 3.3 – þjóna Drottni 5Mós 17.12; 21.5;33.9; sbr 18.5,7
10.9 Drottinn, erfðahluti Leví 5Mós 18.2; 4Mós 18.20; Jós 13.33; Esk 44.28; Sír 45.22 – ekkert land 4Mós 18.20+
10.11 Fyrirheitna landið 5Mós 1.8+
10.12 Óttast Drottinn 5Mós 4.10+ – elska Guð af öllu hjarta 5Mós 6.5+
10.13 Boð 5Mós 4.2+ – þér vegni vel 5Mós 4.40+
10.15 Guð elskar 5Mós 4.37+
10.16 Umskurn hjartans 5M 30.6
10.17 Drottinn drottnanna 1Tím 6.15; Opb 17.14; 19.16 – gerir engan mannamun 2Kro 19.7; Post 10.34; Róm 2.11; Gal 2.6; Ef 6.9; 1Pét 1.17
10.18 Munaðarleysingi, ekkja, aðkomumaður 5Mós 24.17; 27.19; 2Mós 22.21-22; Jer 7.6; Esk 22.7; Jak 1.27 – levítar 5Mós 14.29; 16.11,14; 26.12
10.19 Elskið aðkomumanninn 3Mós 19.34+ – í Egyptalandi 5Mós 23.7; 2Mós 22.20; 23.9; 3Mós 19.34
10.20 Vera trúr og sverja við … 5Mós 11.22; 13.4; 30.20; Jós 22.5; 23.8; 2Kon 18.6
10.22 Sjötíu 1Mós 46.27; 2Mós 1.4; sbr Post 7.14 – fjöldi 5Mós 1.10+