Upphvatning til hlýðni.

1Í sama sinni sagði Drottinn við mig: högg þú til 2 steinspjöld eins og hin fyrri, komdu til mín upp á fjallið, og gjörðu þér örk af tré,2því eg ætla að skrifa á spjöldin það sama sem var á hinum fyrri er þú braust í sundur, og skaltu leggja þau í örkina.3Eg gjörði þá örk eina af belgþornsviði, og hjó til 2 steinspjöld, eins og hin fyrri, gekk svo upp á fjallið, og hélt á báðum steinspjöldunum.4Þá skrifaði hann á töflurnar það sama sem hann hafði skrifað á þær fyrri, þau 10 boðorð, sem hann hafði mælt fram við yður á fjallinu, úr miðjum eldinum, daginn sem þér voruð þar samankomnir, síðan fékk Drottinn mér þær í hendur.5Eg sneri mér þá, og gekk ofan af fjallinu, og lagði spjöldin í örkina sem eg hafði tilbúið, svo að þau væru geymd þar eins og Drottinn hafði lagt fyrir mig.6(Ísraelsbörn ferðuðust frá Jaakanítabrunnum (til) Mosera. Þar andaðist Aron og var jarðaður, og sonur hans Eleasar varð kennimaður í hans stað.7Þaðan ferðuðust þeir til Gudegoda *), og þaðan til Jotbata, eru þar nógir lækir í því landi.8Um þetta leyti tók Drottinn ættkvíslina Leví frá, til þess að þeir bæru sáttmálsörk Drottins, stæðu fyrir Drottni og þjónuðu honum og prísuðu hans nafn, eins og þeir gjöra enn í dag.
9Þess vegna skulu Levítar ekki hafa hlutdeild eður eigindóm meðal landa sinna. Guð skal vera þeirra eigindómur, eins og hann hét þeim.
10Og eg hélt til þarna á fjallinu, eins og í fyrra sinni 40 daga og 40 nætur, og Drottinn bænheyrði mig í þetta skipti og vildi ekki afmá þig,11en hann sagði við mig: tak þig upp héðan, og hafðu alla fyrirgöngu fyrir þessu fólki, svo það geti náð að eignast það landið, sem eg með eiði lofaði forfeðrum þeirra að gefa þeim.12Nú Ísrael! hvörs krefur Drottinn þinn Guð af þér nema þess að þú óttist Drottin Guð þinn, svo að þú gangir á öllum hans vegum, elskir hann og þjónir honum af öllu þínu hjarta og af allri þinni sálu;13að þú haldir hans boðorð og setninga, sem eg hefi lagt fyrir þig í dag, til þess að þér mætti sjálfum líða vel?14Sjá þú! himnarnir og himnanna himnar, jörðin og allt sem á henni er, tilheyrir Drottni Guði þínum;15samt dró hann velvilji til forfeðra þinna, er hann elskaði þá svo, að hann valdi afkomendur þeirra, yður, fremur öllum þjóðum öðrum, eins og sjá má enn í dag.16Umskerið þess vegna yfirhúð yðar hjartna, og verið ekki lengur harðsvíraðir!17því að Drottinn yðar Guð er Guð yfir öllum guðum, er Drottinn yfir öllum drottnum, mikill Guð, voldugur og óttalegur, hann fer ekki í manngreinarálit, og þiggur öngvar mútur;18hann heldur uppi svari ekkjunnar og hins föðurlausa, og elskar útlendinginn, svo hann gefur honum mat og klæði.19Þess vegna skuluð þér líka elska útlendinginn, því þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi;20Drottin Guð þinn skaltu óttast, honum skaltu þjóna, hann skaltu aðhyllast, og við hans nafn skaltu sverja;21hann skal vera þitt yrkisefni, hann er þinn Guð, sem hefir gjört svo mikla og ógurlega hluti hjá þér, sem þú hefir séð með eigin augum.22Forfeður þínir voru 70 að tölu, þegar þeir fóru ofan í Egyptaland, en nú hefir Drottinn þinn Guð fjölgað þeim að þeir eru margir orðnir eins og stjörnur himinsins.

*) Kallast öðru nafni Horgidgad. Num. 33,22.