Sama efni.

1Og Jósafat hafði mikinn auð og nægtir. Og hann mægðist við Akab,2og að 2 árum liðnum fór hann til Akabs í Samaríu, og Akab slátraði á móti honum og því fólki sem með honum var, fjölda sauða og nauta, og neyddi hann til að fara móti Ramot í Gíleað.3Og Akab, Ísraelskóngur, sagði við Jósafat, Júdakóng: vilt þú fara með mér móti Ramot í Gíleað? Og hann svaraði honum: eg sem þú, og mitt fólk sem þitt fólk, og (eg fer) með þér í leiðangurinn.4Og Jósafat sagði við Ísraelskonung: spyr þó í dag Drottins orð!5Þá samankallaði Ísraelskóngur spámennina, 4 hundruð manns, og mælti til þeirra: eigum vér að fara herförina til Gíleað? eða á eg að láta vera svo búið? og þeir sögðu: far þú og Guð mun gefa það (landið) í kóngsins hönd.6Og Jósafat mælti: er hér ekki enn einhvör spámaður Drottins, að vér gætum, fyrir hans milligöngu, aðspurt?7Og Ísraelskóngur sagði við Jósafat: enn er einn maður er vér gætum látið aðspyrja Drottin; en eg hata hann, því hann spáir mér aldrei góðu, heldur ætíð illu einu; það er Mika sonur Jimla. Og Jósafat mælti: konungurinn tali ei svo!
8Þá kallaði Ísraelskóngur einn af hirðmönnunum og mælti: sæk þú skjótt Mika, son Jimla.9En Ísraelskóngur og Jósafat Júdakóngur þeir sátu sin í hvörju hásæti, klæddir (kónglegum) skrúða, og þeir sátu á flöt við innganginn í Samaríu borgarhlið, og allir spámennirnir spáðu frammi fyrir þeim.10Og Sedekia sonur Knaana gjörði sér horn af járni, og mælti: svo segir Drottinn: hér með muntu stanga sýrlenska, þangað til þú gjörir út af við þá.11Og allir spámennirnir spáðu eins, og mæltu: far þú móti Ramot í Gíleað, þér mun það lukkast, og Drottinn mun gefa hana í kóngsins hönd.
12En sá sendisveinn, er fór að kalla Mika, talaði við hann og mælti: sjá! tal spámannanna í einu hljóði geðjast kónginum, láttu nú þitt tal vera sem eins þeirra, og tala þú gott!13Og Mika sagði: svo sannarlega sem Drottinn lifir! það sem minn Guð segir mér, það mun eg tala.14Og sem hann kom fyrir konunginn mælti konungurinn til hans: Mika! eigum við að fara og herja á Ramot í Gíleað, eða á eg að sleppa því? og hann svaraði: farið! yður mun það lukkast, og hún (borgin) mun verða gefin í yðar hönd.15Og kóngurinn mælti við hann: hvörsu oft skal eg láta þig sverja, að þú segir mér ekki annað en sannleika, í nafni Drottins?16Og hann mælti: eg sá allan Ísrael tvístraðan um fjöllin, eins og hjörð, sem hefir engan hirðir. Og Drottinn sagði: þessir hafa engan hirðir, fari hvör heim til sín í friði.17Þá sagði Ísraelskóngur við Jósafat: hefi eg ekki sagt þér það? hann spáir mér engu góðu, heldur illu.
18Og hann (Mika) mælti: heyrið þá Drottins orð: eg sá Drottin sitja í sínu hásæti, og allan himinsins her standa honum til hægri og vinstri handar.19Og Drottinn sagði: hvör vill yfirtala Akab, Ísraelskóng, að hann fari og falli hjá Ramot í Gíleað? og sitt sagði hvör.20Þá kom fram andi og gekk fyrir Drottin og mælti: eg skal yfirtala hann. Og Drottinn sagði til hans: hvörnig?21Og hann svaraði: eg ætla að fara og vera lygaandi í munni allra hans spámanna. Og hann (Drottinn) sagði: þú skalt yfirtala hann og þú munt líka geta það, far þú og gjör svo.22Og sjá! Drottinn hefir nú lagt lygaanda í munn þessara þinna spámanna, og Drottinn hefir illt talað þér til handa.
23Þá gekk þar að Sedekia sonur Knaana og rak Mika utan undir og mælti: um hvörn veg skyldi Andi Guðs hafa farið frá mér til að tala við þig?24Og Mika sagði: sjá! þú munt það sjá á þeim sama degi, þegar þú rennur hús úr húsi til að fela þig.25Og Ísraelskonungur mælti: takið Mika og færið hann Amon borgmeistara og Jóas kóngssyni26og segið: svo segir kóngurinn: látið þennan í myrkvastofu og veitið honum vesældarbrauð og -vatn, þangað til eg kem lukkulega heim aftur.27Og Mika sagði: ef þú kemur lukkulega heim aftur, svo hefir Drottinn ekki talað í mínum munni. Og hann mælti: heyri það allur lýður!
28Og svo fóru þeir, Ísraelskóngur, og Jósafat Júdakóngur, til Ramot í Gíleað.29Og Ísraelskóngur sagði við Jósafat: í dularbúningi vil eg ganga í orrustuna, en far þú í þín klæði. Og svo klæddi Ísraelskonungur sig í dularbúning, og þeir komu í orrustuna.30En Sýrlandskonungur hafði boðið og sagt fyrirliðum sinna vagn: berjist við engan mann, hvörki smáann né stórann, nema Ísraelskonung einann.31Og það skeði, þá vagnliðs foringjarnir sáu Jósafat, því þeir hugsuðu: þetta er Ísraelskóngur, þá lögðu þeir á móti honum til þess að berjast við hann. Þá kallaði Jósafat, og Drottinn hjálpaði honum, og Guð rak þá frá honum;32og sem foringjar vagnliðsins sáu, að þetta var ekki Ísraelskóngur, hvurfu þeir frá honum.
33En maður nokkur dró upp sinn boga í meinleysi sínu, og skaut Ísraelskóng í gegnum hringabrynjuna. Og hann sagði við þann sem stýrði hans vagni: far þú með mig úr bardaganum því eg er sár.34Og bardaginn varð mikill á þeim sama degi, og Ísraelskonungur stóð í vagninum gagnvart þeim sýrlensku allt til kvölds, og dó um sólarlag.

V. 33. Hringabr: aðrir: milli brynjunnar og beltisins.